Skíðamót Íslands 2013 á Ísafirði
Skíðamót Íslands 2013 var formlega sett við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju í gærkvöld. Þar voru saman komnir keppendur, aðstandendur keppenda og mótsins og aðrir velunnarar.
Við setninguna töluðu Jóhanna Oddsdóttir formaður Skíðafélags Ísafjarðar, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaforseti Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Árni Rúdólf Rúdólfsson varaformaður stjórnar Skíðasambands Íslands setti mótið. Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ólympíufari stjórnaði dagskránni en einnig var boðið upp á tónlistaratriði, en Ísfirðingurinn Sunna Karen Einarsdóttir söng og spilaði á píanó.
Alls eru 61 keppendur skráðir til leiks í bæði alpagreinum og skíðagöngu frá 6 félögum víðsvegar af landinu. Þá munu einnig mæta til leiks nokkrir erlendir keppendur frá Ungverjalandi, Belgíu, Suður-Afríku og Marakkó.
Aðstæður á Ísafirði eru eins og þær gerast bestar, allar brekkur fullar af snjó og veðurspáin lofar svo sannarlega frábærum aðstæðum fyrir bæði keppendur og áhorfendur. Brekkurnar voru prufukeyrðar um páskana og segja fróðir menn að aðstæður hafi sjaldan verði jafn góðar fyrir Skíðamót Íslands í Tungudalnum og nú.
Dagskrá mótsins má
finna hér.
HSV óskar öllum keppendum góðs gengis á mótinu.
Nánar
Umsóknir í Afreksmannasjóð HSV
Ungur Vestfirðingur reynir sig í spjótkasti.
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir
eftir umsóknum í Afreksmannasjóð sambandsins. Geta allir íþróttamenn sótt um
styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau
skilyrði sem eru í 7. grein laga Afreksmannasjóðsins.
7. gr.
Stjórn sjóðsins getur
veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:
Ef hann keppir á eða
hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða
Norðurlandameistaramótum.
Ef hann er valinn í
landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein
sinni á landsvísu eða
hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp
bestu íþróttamanna
landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun
sérsambanda (sé hún
til).
Lið eða hópur geta fengið
úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu
eða hafa sýnt mjög
góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa
Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins
inni á heimasíðu HSV.
Umsóknir skulu berast á netfangið hsv@hsv.is eða á skrifstofu HSV. Skrifstofa HSV er opin mán., þrið. og miðvikudaga fyrir hádegi og fimmtudaga og föstudaga frá 9 til 16.
Umsóknarfrestur er
til 20. mars 2013
Frekari upplýsingar og spurningar
varðandi sjóðinn sendist í tölvupósti: hsv@hsv.is eða í síma 698- 4842 hjá
framkvæmdastjóra.
Nánar
Niðurstöður Ánægjuvogarinnar kynntar í Stjórnsýsluhúsinu 5. feb.
ÁNÆGJUVOGIN
-STYRKUR ÍÞRÓTTA
Niðurstöður
rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.
Þriðjudaginn 5. febrúar
munu UMFÍ, ÍSÍ og HSV standa í sameiningu fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu, 4. Hæð,
á Ísafirði og hefst fundurinn klukkan 20:00.
Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í
sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis- og
tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10. bekk.
Á fundinum mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur,
m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin standist áskoranir nútímasamfélags eða sé
eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður
rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.
HSV hvetur alla þá sem láta sér íþróttastarf barna og
unglinga fyrir brjósti brenna að mæta á fundinn og kynna sér niðurstöður
þessarar áhugaverðu rannsóknar og taka þátt í opnum umræðum á eftir.
Dagskrá fundarins verður með
eftirfarandi hætti:
20:00 – Jón Páll Hreinsson, formaður
HSV, setur fundinn.
20:05 – Dr. Viðar Halldórsson kynnir
niðurstöður Ánægjuvogarinnar.
21:00 – Umræður og spurningar úr sal.
Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.
Nánar
Salome Elín Ingólfsdóttir ráðin sem yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV
Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í desember að ráða Salome Elínu Ingólfsdóttur sem yfirþjálfara Íþróttaskóla HSV.
Salome Elín er með Mastersgráðu í næringarfræði frá HÍ ásamt því að vera einkaþjálfari frá Keili.
Salome Elín hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Íþróttaskóla HSV frá hausti 2012 ásamt því að hafa mikla reynslu af því að starfa með börnum.
Stjórn HSV var einhuga um að Salome Elín hefði alla þá eiginleika sem yfirþjálfari Íþróttaskóla HSV þyrfti að bera og er þess fullviss að Íþróttaskólinn mun halda áfram að vaxa og dafna í hennar höndum.
Salome Elín hóf störf 1.janúar
Frekari upplýsingar gefur undirritaður,
Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV
s.8994311
Nánar
Nýr framkvæmdastjóri HSV ráðinn til starfa
Stjórn HSV ákvað á fundi sínum í síðustu viku að ráða Pétur Georg Markan
sem framkvæmdastjóra HSV.
Pétur Georg er með B.A. próf í guðfræði ásamt því að
vera í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ.
Pétur hefur mikla reynslu og áhuga á íþróttum, en
þekktastur er hann eflaust þessa dagana fyrir að vera fyrirliði meistaraflokks
BÍ/Bolungarvíkur í knattspyrnu.
Pétur Georg hefur alla þá eiginleika sem stjórn
óskaði eftir í nýjum framkvæmdastjóra og býð ég hann velkominn til starfa, en hann mun hefja störf 1. febrúar nk. Pétur Georg starfar sem umsjónarkennari í
Súðavík og mun hann sinna kennslu samhliða störfum sem framkvæmdastjóri fram á
vor.
Frekari upplýsingar gefur undirritaður,
Jón Páll Hreinsson
Formaður HSV
Nánar