Krakkarnir í blakfélaginu Skell gera það gott
Krakkarnir í blakfélaginu Skelli tóku þátt í seinni hluta Íslandsmótsins í blaki yngri flokka um helgina. Skellur sendu fjögur lið; þrjú í 5. flokki og eitt lið í 4. flokki og er þetta fyrsta heila Íslandsmótið sem Skellur tekur þátt í. Í krakkablaki er spilað mismunandi stig af blaki eftir getu og á Íslandsmótinu er spilað í mismunandi deildum eftir því hvaða stig krakkarnir spila. Hér fyrir neðan er sagt frá hverju liði fyrir sig í örfáum orðum:
Skellur 1 í 5. flokki: Liðið spilaði 3. stig á mótinu í haust og 4. stig á þessu móti. Óhætt er að segja að þessir krakkar séu farnir að spila fallegt blak. Í þeirra deild voru 12 lið og spilað í tveimur riðlum. Á mótinu í haust unnu þau alla leiki í sínum riðli og töpuðu naumlega úrslitaleik 2-1 við Aftureldingu sem var efsta liðið í hinum riðlinum. Á þessu móti fór riðlakeppnin á sama hátt, Skellur og Afturelding unnu hvort sinn riðilinn og aftur var leikinn úrslitaleikur í lok mótsins. Nú mættu krakkarnir í Skelli gríðarlega einbeitt til leiks og aldrei var spurning hvoru megin sigurinn lenti. Leikurinn vannst 2-0 og Skellur hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í sinni deild. Það vakti mikla athygli að félagið skyldi ná gulli á fyrsta Íslandsmótinu sínu. Í liðinu voru: Bjarni Pétur, Auður Líf, Ívar Tumi, Birkir og Daði. Fjögur þeirra eru í raun í 6. flokki og eru því að spila upp fyrir sig. Þetta lið mun því spila í deild með A-liðum á næsta ári enda hafa þau sýnt og sannað að þau eiga fullt erindi í það. (tekið af heimasíðu Skells www.hsv.is/skellur )
Nánar
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna inn á vef verkefnisins hjoladivinnuna.is. Hjólað í vinnuna rúllar af stað miðvikudaginn 5.maí og stendur yfir í þrjár vikur eða til þriðjudagsins 25. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð eru að finna inn á hjoladivinnuna.is t.d. forskráningarblað sem tilvalið er að hengja upp á kaffistofunni, eyðublað um almenna skráningu, hvaða starfsmannafjölda á að skrá, ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að skrá vinnustaðinn til leiks og bæta við nýju liði.
Nánar
Útivist og heilsuefling!
Kynning í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 15. apríl 2010
Sýningaraðilar: Ferðafélag Íslands/Ferðafélag Ísfirðinga
Heilsuefling í Ísafjarðarbæ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Almenningsíþróttasvið
Lýðheilsustöð, hreyfing, holt fæði, geðhjálp o.fl
Ungmennafélag Íslands, Ganga.is, Fjölskyldan á fjallið
Miðvikudagskvöld: Uppsetning kynningarbása.
D A G S K R Á
Fimmtudag:
Kl. 08:00 Nemendur geta gengið á milli sýningarbása, skoðað og kynnt sér málin.
Kl. 10:30 Í fundartíma á sal. Fulltrúar sýningaraðila flytja stutt erindi og kynna sín samtök.
Nemendur og starfsfólk skólans getur fræðst um málefni félagasamtakanna í frímínútum og hádegishléi og rætt við fulltrúa þeirra. Boðið verður upp á ýmsa hreyfingu á staðnum svo sem: Stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.
Kl. 12:00 - 13:00 Hægt verður að kaupa sér sérstakt heilsufæði á góðu verði í mötuneyti skólans.
Kl. 17:00 Opið hús fyrir íbúa á Norðanverðum Vestfjörðum sem áhuga hafa á að kynna sér starf og verkefni þeirra félagasamtaka sem að kynningunni standa.
Fulltrúar sýningaraðila flytja erindi og kynna samtök sín og það kynningarefni sem boðið er upp á í sýningarbásunum. Gestir fá tækifæri til að hitta fulltrúa félagasamtakanna og fræðast nánar um starf þeirra. Þá verður einnig boðið upp á stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.
Kl. 20:00 Aðalfundur Ferðafélags Ísafjarðar, fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands mæta á fundinn og kynna starf félagsins og annarra deilda þess á landsbyggðinni.
Nánar
Þátttaka er lífstíll, málþing fyrir ungt fólk
Þátttaka er lífstíll
Ungt fólk á norðarverðum Vestfjörðum
Ætlað fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri og 10.bekk
Málþing á vegum menntamálaráðuneytisins, Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.
Föstudaginn 19.Mars 2010 kl 13:15-16:30
Í fyrirlestrasal Menntaskólans á Ísafjarðar.
Skólinn opnar kl 12:55. Ekkert þátttökugjald er á málþingið.
Dagskrá:
Ávarp fundarstjóra: Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga
Erindi:
Hlutverk sveitarfélaga:
|
Guðný Stefanía Stefánsdóttir,
formaður íþrótta-og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar
|
Að vera ungur á Vestfjörðum 2010:
|
Ungt fólk heldur erindi út frá sínu sjónarhorni
|
Hvernig virkjum við ungt fólk:
|
Þorsteinn Sigurðsson ungmennafulltrúi Rauða Krossins
|
Þátttaka afreksmanna
|
Martha Ernstdóttir
|
Hvað öðlumst við með þátttöku
|
Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð)
|
Veitingar í boði ráðstefnuhaldara og Ingó veðurguð flytur nokkur lög
Vinnuhópar og ungmennasmiðja.
- 1. Þátttaka er lífsstíll
- 2. Staða og framtíð æskulýðsstarfs (félags-og íþróttastarfs) á Vestfjörðum.
- 3. Fjárframlög og aðstaða til æskulýðsstarfs á Vestfjörðum
- 4. Ungmennasmiðja.
Niðurstöður vinnuhópa og ungmennasmiðju: Hópstjórar kynna niðurstöður.
Ráðstefnuslit: Jón Páll Hreinsson
Ráðstefnustjóri: Kristján Þór Kristjánsson
Nánar
KFÍ - Ármann: BIKARINN Á LOFT Á JAKANUM!
KFÍ fær Ármann í heimsókn í kvöld í síðasta leik meistaraflokksins í vetur. Eins og flestir vita þá hefur KFÍ þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því verður mikið "húllumhæj" á leiknum auk þess sem formaður og framkvæmdarstjóri KKÍ afhenda liðinu deildarmeistarabikarinn í lok leiks.
Við hvetjum alla að koma og fagna með okkur þessu frábæra árangri og gera læti á Jakanum.
Nánar