- 21.05.21
- Bjarki Stefánsson
HSV er fyrirmyndahérað ÍSÍ
Á myndinni eru frá vinstri: Bjarki Stefánsson framkvæmdastjór HSV, Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ.
Á ársþingi HSV sem haldið var 19. maí sl. hlaut HSV viðurkenninguna fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Ásgerði Þorleifsdóttur formaður HSV tók við viðurkenningunni fyrir hönd sambandsins en það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem hingað var kominn til að afhenda hana.
Fyrirmyndahérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem snýr að íþróttastarfi. Verkefnið var samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015 og geta íþróttahéruð ÍSÍ sótt um að fá viðurkenningu til ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Viðurkenningin fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Til að uppfylla skilyrðin sem fyrirmyndahérað þurfa íþróttahéruðin að fara í gegnum og uppfylla ákveðinn gátlisti með ýmsum atriðum um starfsemi íþróttahéraðsins.
HSV hefur lengi unnið að þessari viðurkenningu og var það þáverandi framkvæmdastjóra HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sem bar hitann og þungann af undirbúningi þessarar viðurkenningar. Eru henni færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag til þessarar viðurkenningar
Nánar
- 21.05.21
- Bjarki Stefánsson
Ársþingi HSV
Ársþing HSV fór fram miðvikudaginn 19. maí sl. á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Jens Kristmannsson var kosinn þingforseti og stjórnaði hann þinginu af mikilli festu og röggsemi. Þátttakendur í þinginu voru tæplega 50.
Fyrir þinginu lá tillaga stjórnar varðandi innheimtu húsaleigu fyrir þær leiguíbúðir sem íþróttafélög innan vébanda HSV hafa haft aðgang að og HSV séð um að innheimta. Samþykkt var að HSV muni ekki lengur sjá um þessa innheimtu heldur munu Fasteignir Ísafjarðarbæjar gera það. HSV mun framvegis einungis halda utan um þær íbúðir sem styrktar eru af Ísafjarðarbæ. Stjórn HSV og framkvæmdastjóri munu vinna að frekari útfærslu á þessari samþykkt.
Ása Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns HSV sl. 3 ár gaf áfram kost á sér til formennsku til eins árs. Þær breytingar urðu á stjórn HSV að úr aðalstjórn gengu Hildur Elísabet Pétuesdóttir eftir 6 ára setu og Heimir Hansson sem setið hafði í 4 ár í stjórn félagsins. HSV þakkar þeim innilega fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Í stjórn gengu Anton Helgi Guðjónsson og Dagný Finnbjörnsdóttir. Stjórn HSV er því þannig skipuð:
Ása Þorleifsdóttir formaður
Baldur Ingi Jónasson
Margrét Björk Arnardóttir
Anton Helgi Guðjónsson
Dagný Finnsbjörnsdóttir
Varastjórn:
Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
Hákon Hermansson
Lára Ósk Pétursdóttir
Nánar
- 18.05.21
- Heiðar Birnir Torleifsson
Leikjanámskeið HSV hefjast í júní
HSV býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir þau börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla, fædd árin 2011-2014.
Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
9.-11. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).
14.-18. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
21.-24. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
28.júní - 1. júlí → Verð 4000 krónur (4 dagar).
Hægt er að velja SKRÁNING iðkenda hér efst á síðunni eða fylgja þessum tengli https://hsv.felog.is/ til að skrá þátttakendur. Skrá þarf iðkendur á allar þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Skráningu lýkur kl. 16:00 á fimmtudeginum fyrir námskeiðið sem hefst n.k. mánudag. Þar sem skipta þarf þátttakendum upp í minni hópa er nauðsynlegt að allar skráningar séu komnar inn í kerfið á réttum tíma. Gætið að réttum netföngum þar sem dagskrá vikunnar og mikilvægar upplýsingar eru sendar með tölvupósti á foreldra/forráðamenn áður en námskeiðið hefst.
Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hafa Heiðar Birnir Torleifsson og Árni Ívarsson.
Leikjanámskeiðin verða með aðeins breyttu sniði í ár. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn í 1.-2. bekk þ.e, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2.bekk og er við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk ætlum við aðeins að breyta til. Fyrsta vikan verður hefðbundin(þá er mæting á Torfnesi). En í viku tvö verða börnin á hestanámskeiði og fer það fram inn í Engidal. Í viku þrjú verður hjólreiðanámskeið og í viku fjögur golfnámskeið. Þjálfarar frá þessum greinum munu sjá um námskeiðin.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.
Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir Torleifsson á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is
Nánar
- 5.05.21
- Bjarki Stefánsson
Ársþingi HSV frestað til 19. maí
Vegna frétta gærdagsins af áframhaldandi takmörkunum á sóttvarnarreglum hefur stjórn HSV ákveðið að fresta ársþingi okkar um eina viku.
Þingið verður haldið miðvikudaginn 19. maí kl. 17:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins.
Nánar
- 30.04.21
- Bjarki Stefánsson
Rafrænt málþing um rafleikir/rafíþróttir og íþróttahreyfinguna
Við viljum vekja athygli á rafrænu málþingi ÍSÍ um rafleiki/rafíþróttir og íþróttahreyfinguna sem verður haldið á mánudaginn 3. maí
Fjallað verður um málið út frá ýmsum sjónarhornum.
Vinsamlegast skráið ykkur hér:
Vegna sóttvarnaráðstafanna verður þetta rafrænt og streymt á facebook.
Hægt að fylgjast með útsendingunni hér
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, opnar málþingið
Birkir Smári Guðmundsson, lögfræðingur ÍSÍ
Lagarammi íþróttahreyfingarinnar gagnvart rafleikjum/rafíþróttum
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðamiðstöðinni
Rafíþróttir barna og unglinga
Ólafur Hrafn Steinarsson, Rafíþróttasamtökum Íslands
Rafíþróttir á Íslandi
Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur frá Háskóla Íslands
Passar ferningur í hring?
Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri á markaðssviði KSÍ
KSÍ – Okkar sýn á rafíþróttir
Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis
Uppbygging rafíþrótta innan íþróttafélags
Óttar Guðmundsson geðlæknir
Melína Kolka Guðmundsdóttir, ein af stofnendum TÍK, tölvuleikjafélag Íslenskra kvenna, varaformaður RÍSÍ
Konur og rafíþróttir
Öll erindin verða svo aðgengileg á heimasíðu ÍSÍ eftir málþingið
Nánar