- 31.01.20
- Bjarki Stefánsson
Fjórir Ísfirðingar fara á HM
HM unglinga í skíðagöngu fer fram í Oberwiesenthal í Þýskalandi, dagana 28.febrúar - 8.mars.
Hvorki meira né minna en fjórir keppendur úr Skíðafélagi Ísafjarðar (SFÍ) eru á meðal keppenda á mótinu.
Skíðagöngunefnd SKÍ valdi keppendur á mótið skv. gildandi valreglu:
U20:
Anna María Daníelsdóttir - SFÍ
Jakob Daníelsson - SFÍ
U23:
Kristrún Guðnadóttir - Ullur
Isak Stianson Pedersen - SKA
Albert Jónsson SFÍ
Dagur Benediktsson - SFÍ
Þjálfari er Vegard Karlström
HSV óskar keppendum SFÍ sem og öðrum keppendum til hamingju með valið
Gangi ykkur vel!
Nánar
Æfingar fyrir börn fædd árin 2007-2009 hefjast fimmtudaginn 30. janúar og fara æfingar fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi alla fimmtudaga kl. 14:00-15:00. Fyrstu þrjár vikurnar eru fríar og hvetjum við alla á aldrinum 10-12 ára að koma og prófa. Skráning á námskeiðið hefst í byrjun febrúar.
Markmið verkefnisins er að ná til barna sem eru í 5.-7. bekk í grunnskóla og eru ekki að stunda æfingar hjá aðildarfélögum HSV. Mest áhersla verður lögð á grunnþjálfun eins og stöðvaþjálfun þar sem hver og einn getur tekið þátt eftir sinni getu. Auk þess verða kynntar fyrir þátttakendum hinar ýmsu einstaklingsíþróttagreinar svo sem bogfimi, golf, sund, hestamennska, hjólreiðar, glíma og skylmingar. Áhersla verður líka lögð á hópeflisleiki til þess að hrista hópinn saman og efla félagsleg tengsl iðkenda. Takmarkið er að krakkarnir fái áhuga og finni ánægju af að stunda hreyfingu og íþróttir.
Hægt er að gera undantekningu á aldursskiptingu ef einhver börn finna sig ekki í Íþróttaskólanum eða Afreksformi HSV.
Umsjón með æfingum hefur Bjarney Gunnarsdóttir, yfirþjálfari Íþróttaskólans.
Nánari upplýsingar á ithrottaskoli@hsv.is eða í síma 6963984.
Nánar
- 31.12.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Guðríður og Ranný heiðraðar af Ísafjarðarbæ
Sif Huld Albertsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir og RAnnveig Pálsdóttir
Í hófi sem Ísafjarðarbær hélt í tilefni af únefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru þær Rannveig Pálsdóttir og Guðríður Sigurðardóttir heiðraðar fyrir störf sín í þágu lýðheilsu kvenna, en þær Guðríður og Rannveig hafa staðið fyrir leikfimitímum fyrir konur í íþróttasalnum við Austurveg tvisvar í viku í yfir 40 ár.
Mikilvægi góðrar líkamlegrar heilsu verður seint ofmetið og það skiptir miklu máli að hver og einn finni vettvang sem hentar sér til að sinna henni. Það er óhætt að segja að þær Guðríður og Rannveig hafi skapað þennan vettvang fyrir fjölda kvenna í Ísafjarðarbæ sem hafa undir handleiðslu þeirra fengið tækifæri til að rækta líkamann í uppbyggjandi félagsskap. Það má ekki heldur gleyma hversu góð áhrif líkamleg hreyfing hefur á andlega heilsu, eða eins og kona sem hefur sótt tíma hjá þeim í 39 ár sagði: „Ég veit ekki hvernig mér liði ef ég hefði ekki þessa tíma.“ Það er einnig eftirtektarvert hversu vel þær fylgjast með nýjungum og eru þær sífellt að uppfæra æfingar í takt við nýjustu rannsóknir og þróun í líkmasrækt.
Ísafjarðarbær hefur frá hausti 2018 verið heilsueflandi samfélag og þessi viðurkenning til þeirra Rannýjar og Guðríðar er sannarlega í þeim anda og lýðheilsumarkmiða almenn.
Það var Sif Huld Albertsdóttir bæjarfulltrúi sem afhenti Guðríði og Ranný viðurkenninguna.
HSV óskar þeim innilega til hamingju.
Nánar
- 30.12.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Viðurkenning fyrir landsliðsþátttöku
ungmennin og fulltrúar þeirra við veitingu viðurkenninganna.
Í hófi sem Ísafjarðarbær hélt í tilefni af útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar var veitt viðurkenning til þeirra iðkenda aðildarfélaga HSV sem hafa verið valin til keppni fyrir Íslands hönd á vegum sinna sérsambanda á árinu 2019. Í heildina eru þetta 16 ungmenni frá tveimur félögum. Eftirtaldir íþróttamenn fengu viðurkenningu:
Albert Jónsson SFÍ
Dagur Benediktsson SFÍ
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir SFÍ
Jakob Daníelsson SFÍ
Kári Eydal Vestri blakdeild
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir Vestri blakdeild
Hafsteinn Már Sigurðsson Vestri blakdeild
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal Vestri blakdeild
Sigurður Bjarni Kristinsson Vestri blakdeild
Auður Líf Benediktsdóttir Vestri blakdeild
Hilmir Hallgrímsson Vestri körfuknattleiksdeild
Hugi Hallgrímsson Vestri körfuknattleiksdeild
Friðrik Heiðar Vignisson Vestri körfuknattleiksdeild
Gréta Proppé Hjaltadóttir Vestri körfuknattleiksdeild
Helena Haraldsdóttir Vestri körfuknattleiksdeild
Þórður Gunnar Hafþórsson Vestri knattspyrnudeild
HSV óskar þessum íþróttamönnum til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.
Nánar
- 29.12.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Linda Rós Hannesdóttir er efnilegassti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019
Linda Rós Hannesdóttir
Linda Rós Hannesdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga hefur verið útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2019.
Linda er sterk félagslega og góður liðsfélagi. Alltaf brosandi og býr til góðan anda. Hún er gríðarlega hæfileikarík og getur náð eins langt og hún vill. Hún hefur mikið keppnisskap og hefur unnið flest öll mót sem að hún hefur tekið þátt í hér landi. Hún hefur verið. unglingameistari, Andrésarmeistari og bikarmeistari. Linda var fyrst íslenskra kvenna í Fossavatnsgöngunni í vor. Hún hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikurm æskunnar sem haldnir verða í Sviss í janúar 2020. Hún stefnir einnig á að komast á heimsmeistaramót ungmenna sem haldið er í Þýskalandi í febrúar 2020.
Linda er afburða hæfileikaríkur íþróttamaður, góð fyrirmynd yngri sem eldri iðkenda. Hún er góður liðsmaður sem lætur gott af sér leiða fyrir sitt félag.
Nánar