Föstudaginn 13. september verður bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar með kynningu á bogfimi í aðstoðu sinni á Torfnesi (undir stúkunni). Kynningin verður frá kl. 17.00 til 21.00. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér íþróttina eða vilja koma sér af stað eru velkmonir. Kelea Quinn bogfimiþjálfari verður á staðnum til leiðbeiningar ásamt bogfimifólki af svæðinu.

Nánar

Ívar íþróttafélag fatlaðra heldur Íslandsmótið í Boccia á Ísafirði dagana 4.-7.október 2019. Von er á fjölda fólks þessa helgi, rúmlega 280 keppendum, þjálfurum, farastjórum, aðstoðarfólki og aðstandendum.

Framkvæmdarstjórn mótsins óskar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni í tengslum við mótið svo sem:

  • Setja upp velli
  • Dómgæslu á laugardegi 5. okt og sunnudegi 6. okt
  • Dómaranámskeið í boccia verður haldið laugardaginn 14. september frá kl.
  • 13-17 í íþróttahúsinu á Torfnesi.
  • Sjoppu
  • Hádegismatinn (Mötuneyti MÍ)
  • Þjóna á lokahófið (Sunnudagskvöld íþr.húsið Árbær Bolungarvík )

 

Nánari upplýsingar veita:

  • Harpa Björnsdóttir, harpa.bjornsdottir@rsk.is
  • Jóna Björg Guðmundsdóttir, jonabg@snerpa.is
  • Viktoría Guðbjartsdóttir, viktoriakrg@gmail.com
  • Jónas L. Sigursteinsson, jonnil@simnet.is
  • Jenný Hólmsteinsdóttirjenny@jv.is
  • Hafsteinn Vilhjálmsson gsm 8976744

 

HSV hvetur sambandsaðila sína til að taka þátt, það munar um hvern og einn.

Nánar
Glaðir fótboltastrákar.
Glaðir fótboltastrákar.

 

Á fundi nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss í síðustu viku var samþykkt að fela innkaupafulltrúa Ísafjarðarbæjar að auglýsa útboð um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi.
 
Það hefur lengi verið bæjarbúum og íþróttafélögum á svæðinu mikið kappsmál að fá knattspyrnuhús og nú styttist í að það verði að veruleika. 
 
 
Það er sannarlega ástæða til að gleðjast!
 
Nánar

Íþróttaskóli HSV hefst skv. stundaskrá á morgun. Eins og áður verða æfingar utandyra út september. Hér má sjá stundaskrá Íþróttaskólans veturinn 2019-2020.

Skráning er hafin á https://hsv.felog.is/

Nánar

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á verslunarmannahelginni á Höfn í Hörnafirði. HSV hvetur félagsmenn sína til að kynna sér upplýsigar um mótið sem eru birtar hér til hliðar. Unglingalandsmót er upplifun sem ekki gleymist og allur aldur hefur gaman af.

Upplýsingasíða mótsins er www.uml.is Skráningarfrestur er til 28. júlí. 

Við minnum á að HSV greiðir helming þátttökugjald iðkenda aðildarfélaga HSV

 



Nánar