Frá hófi síðasta árs, tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018.
Frá hófi síðasta árs, tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018.

Sunnudaginn 29. desember verður Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019 útnefndur. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn 29.12.19 Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru tíu ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 var útnefndur Elmar Atli Garðarsson knattspyrnumaður

Efnilegasti íþróttamaðurinn 2018 var útnefndur Hugi Hallgrímsson körfuboltamaður

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru:

Albert Jónsson – Skíðafélag Ísfirðinga
Axel Sveinsson – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Elías Ari Guðjónsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Heiða Jónsdóttir – Vestri hjólreiðar
Hugi Hallgrímsson – körfuknattleiksdeild Vestra
Jón Hjörtur Jóhannesson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kristín Þorsteinsdóttir – Íþróttafélagið Ívar
Lilja Dís Kristjánsdóttir – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Mateusz Klóska – Blakdeild Vestra
Zoran Plazonic – Knattspyrnudeild Vestra

Tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Ásgeir Óli Kristjánsson – Hörður Ísafirði, handknattleiksdeild
Embla Kleópatra Atladóttir – Vestri hjólreiðar
Georg Rúnar Elfarsson – Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar
Gréta Proppé Hjaltadóttir – Körfuknattleiksdeild Vestra
Ívar Breki Helgason – Hörður Ísafirði, knattspyrnudeild
Jón Gunnar Shiransson – Golfklúbbur Ísafjarðar
Kári Eydal – Blakdeild Vestra
Linda Rós Hannesdóttir – Skíðafélag Ísfirðinga 
Patrycja Janina Wielgosz – Íþróttafélagið Ívar
Þórður Gunnar Hafþórsson – Knattspyrnudeild Vestra

 

Nánar
Bjarki Stefánsson nýráðinn framkvæmdastjóri HSV
Bjarki Stefánsson nýráðinn framkvæmdastjóri HSV

Stjórn HSV hefur ákveðið að ráða Bjarka Stefánsson í starf framkvæmdastjóra HSV frá 1. desember næstkomandi. Bjarki er með BS próf í íþróttafræði frá HÍ og er um mánaðarmótin að útskrifast með mastersgráðu frá Háskólanum í Liverpool í stjórnun og rekstri innan íþróttahreyfingar (Sports Business and Management). Bjarki hefur fjölbreyttan íþróttabakgrunn sem iðkandi, þjálfari og kennari.

HSV bindur miklar vonir við ráðningu og störf Bjarka og hlakkar til samstarf við hann.

Þá vill stjórn HSV þakka fyrir þann mikla áhuga sem starfinu var sýndur.

 

 

 

 

Nánar

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).

  1. grein

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi. 

  1. grein

Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Við höfum nú uppfært umsóknarferlið fyrir sjóðinn og er það eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.

Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er www.hsv/umsokn  Setja þarf inn notendanafn og aðgangsorð hvers félags/deildar og opnast þá umsóknarkerfi sjóðsins.

Aðgangur hvers félags/deildar hefur þegar verið sendur til formanna.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember.

 

Nánar

Um miðjan september komu í heimsókn til HSV starfsmenn þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Tilefnið var opnun ólympíuhlaups ÍSÍ með Grunnskólum Ísafjarðar, Bolungarvíkur, Suðureyrar og Súðavíkur. Einnig voru í för afreksíþróttamenn sem ræddu við krakkana eftir hlaup.

HSV kynnti svo fyrir gestunum starfsemi sína og var farið í tíma í íþróttaskóla HSV og Afreksformi HSV. Að lokum var sest niður og framkvæmdastjóri HSV tekinn í hlapvarpsspjall um starfsemi HSV og íþróttalíf hér á svæðinu. Hlusta má á spjallið á eftirfarandi slóð:

https://soundcloud.com/synumkarakter/2-sigridur-lara

 

Nánar

Í ljósi umræðunnar í fjölmiðlum um afleiðingar heilahristings og höfuðáverka hjá íþróttafólki er vert að benda á fræðsluefni sem er að finna á heimasíðu ÍSÍ. Þar má meðal annars finna eftirfarandi myndbönd:

https://vimeo.com/307047253

https://vimeo.com/307047228

KSÍ hefur einnig gefið út leiðbeiningar unnar af Reyni Birni Björnssyni lækni https://www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/heilahristingur/

 

Nánar