- 27.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Knattspyrnufélagið Hörður 100 ára
Knattspyrnufélagið Hörður á 100 ára afmæli. Stofnfundur félagsins var haldinn 27. maí 1919 í Sundstræti 41. Stofnendur voru tólf ungir Ísfirðingar: Karl, Þorsteinn og Guðbrandur Kristinssynir, Kristján og Jón Albertssynir, Hjörtur og Garðar Ólafssynir, Þórhallur Leósson, Dagbjartur Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson, Helgi Guðmundsson og Axel Gíslason. Þeir höfðu allir áður starfað í Fótboltafélagi Ísafjarðar, sem stofnað var 1914 og starfaði í tíu ár. Fyrsti formaður Harðar var Þórhallur Leósson og Dagbjartur Sigurðrsson og Helgi Guðmundsson skipuðu með honum fyrstu stjórnina. Knattspyrnufélagið Hörður tók strax forystu í knattspyrnumálum kaupstaðarins og átti fyrir höndum langa og gifturíka daga. Saga félagsins nær allt til þessa dags.
Í dag eru þrjár deildir starfandi hjá félaginu, glímudeild og knattspyrnudeild. Formaður félagsins í dag er Salmar Már Salmarsson.
HSV óskar Harðvrrjum öllum til hamingju með afmælið.
Hér má lesa meira um sögu Harðar í grein Sigurðar Péturssonar í BB.
Nánar
- 27.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika 2019, viðburðir þriðjudaginn 28. maí.
Tveir liðir eru á dagskrá Hreyfiviku þriðjudaginn 28. maí:
Kl. 17.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.
Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi
Kl. 20.00 Létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, mæting við Íþróttahúsið Torfnesi.
Hjólað verður upp Skíðaveginn upp að Skíðheimum og svo fjallabaksleiðina til baka með ýmsum krókum og klækjum. Gullrillur sjá um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Hvetjum alla til að mæta. Ferðin ætti að henta öllum, bæði byrjendum í fjallahjólreiðum sem lengra komnum. Fjallahjól með framdempun henta vel í ferðina og svo allir með hjálm á höfðinu svo toppstykkið verði í lagi. Þetta gæti verið byrjunin að frábæru fjallahjólasumri.
Samskonar ferð var farin í Hreyfiviku í fyrra við mikla ánægju þátttakenda. Hér gefst gott tækifæri til að prófa skemmtilega íþrótt í góðum og vönum hópi.
Nánar
- 26.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika 2019, Sjósund mánudagur kl. 18.15
Frá sjósundi í Hreyfiviku fyrri ára.
Fyrsti viðburður Hreyfiviku HSV og Ísafjarðarbæjar er sjósund. Farið verður í sjóinn við aðstöðu Sæfara niður í Neðsta. Tilvalið að prófa þessa vinsælu sundgrein með vönum hópi.
Sjósund nýtur vaxandi vínsælda og er ágætisaðstaða niður í Neðsta.
Sjósund er spennandi og ögrandi íþrótt með mikilli áskorun. Margir þeir sem prufa og stunda sjósund eru að sækja í áskorun sem þessa. Nú gefst tækifæri til að láta vaða...
Jóna Lind Kristjánsdóttir sjósundkona leiðir hópinn.
Nánar
- 23.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika UMFÍ í samstarfi við HSV og Ísafjarðarbæ 27. maí til 2. júní
Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í gangi. HSV og Ísafjarðarbær taka að venju þátt. Frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar, farið er í gönguferðir og fjallgöngur, sjósund, kajak, jóga, hjólreiðar og ýmislegt fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt, tilvalið er að kynna sér nýjar greinar eins og náttúrhlaup og að hjóla í þrautabraut.
Dagskrá Hreyfiviku 2019 hér á svæðinu:
Mánudagur 27. maí
Kl. 18.15 Sjósund. Farið í sjóinn við aðstöðu Sæfara niður í Neðsta. Jóna Lind sjósundskona leiðir hópinn.
Þriðjudagur 28. maí
Kl. 17.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi
Kl. 20.00 Létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, mæting við Íþróttahúsið Torfnesi.
Hjólað verður upp Skíðaveginn upp að Skíðheimum og svo fjallabaksleiðina til baka með ýmsum krókum og klækjum. Gullrillur sjá um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Hvetjum alla til að mæta. Ferðin ætti að henta öllum, bæði byrjendum í fjallahjólreiðum sem lengra komnum. Fjallahjól með framdempun henta vel í ferðina og svo allir með hjálm á höfðinu svo toppstykkið verði í lagi. Þetta gæti verið byrjunin að frábæru fjallahjólasumri
Miðvikudagur 29. maí
Kl. 17.30 Náttúrhlaup. Mæting við Brúó.
Náttúruhlaup er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis nýtur náttúruhlaup (e. trail running) sífellt aukinna vinsælda. Allir velkomnir bæði þeir sem hafa reynslu af hlaupum sem og byrjendur. Leiðbeinandi er Kristjana Milla Snorradóttir.
Fimmtudagur 30. maí, Uppstigningardagur
Kl. 10.00 Útijóga í Naustahvilft.
Gönguferð upp í Naustahvilft þar sem Gunnhildur Gestsdóttir hjá Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi og klæða sig eftir veðri.
Kl. 17.00 Hjólaviðburður og þrautabraut í boði Vestra á Silfurtorgi.
Vestri hjólreiðar blæs til hjólaþrautabrautar á Silfurtorgi fyrir alla fjölskylduna. Settar verða upp ýmsar þrautir og félagsmenn gefa tækni leiðbeiningar. Við kynnum æfingar sumarsins fyrir börn, unglinga og fullorðna
Kl. 17.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.
Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.
Föstudagur 31. maí
Kl. 14-17.00 Púttum saman.
Viðburður á púttvellinum á Torfnesi. Félagar ú íþróttafélaginu Kubba verða til leiðbeiningar á vellinum. Kylfur og golfboltar á staðnum.
Laugardagur 1. júní
Kl. 10.00 Gönguferð með Ferðafélagi Ísfirðinga. Mýrafell 1 skór.
Lagt upp frá veginum vestan Mýra. Fararstjóri: Hildur Halldórsdóttir.
Kl. 10.00 Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.
„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“
Sunnudagur 2. júní
Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum.
Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr. Lagt upp frá aðstoðu Sæfara nður í Neðstakaupstað.
Að auki er frítt í sund í sundlaugum Ísafjarðarbæjar alla daga Hreyfivikunnar.
Nánar
- 23.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
HSV þakkar vel unnin störf
ÁSgerður Þorleifsdóttir formaður HSV, Marinó Hákonarson Hendingu, Finnur Magnússon GÍ og Kubba, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir GÍ, Reynir Pétursson GÍ, Heimir Hansson SFÍ. Á myndina vantar Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán Pétursson Vestra og Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV
Ásgerður Þorleifsdóttir nýlega heiðraði sex einstaklinga fyrir þeirra framlag til íþróttastarfs á svæðinu. Fór heiðrunin fram á ársþingi HSV. Fjórir hlutu silfurmerki HSV og tveir gullmerki HSV. Ef ekki væri fyrir framlag þessa fólks og fjölda annara sem vinnur þrotlaust starf í sjálfboðavinnu þá væri íþróttastarf ekki jafn blómlegt hér í bænum og nú er. Það er erfitt að fullþakka slíkt framlag en með þessu vill HSV minna á hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, það er alltaf sjálboðaliði bak við tjöldin.
Þau sem hlutu silfurmerki HSV eru:
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir
Guðrún (Gósí) hefur unnið fyrir Golfklúbb Ísafjarðar um árabil. Hafa þau hjón hún og Tryggvi unnið samhliða að öllu starfi hjá klúbbnum. Guðrún hefur starfað í ýmsum nefndum fyrir klúbbinn meðal annars í mótanefnd og hefur þannig með ötulum hætti stuðlað að framgangi Golfklúbbsins hvort heldur er hvað varðar mótahald, rekstur golfskálans svo ekki sé talað um alla afkomendur þeirra hjóna.
Reynir Pétursson
Reynir er einn af máttarstólpum Golfklúbbs Ísafjarðar. Eftir að hann fór á eftirlaun má segja að hann hafi mætt upp á hvern einasta dag til að vinna í á vellinum og nánast hægt að ganga að honum öll sumur við vinnu á vellinum. Reyni er mjög umhugað um ræktun vallarins og lætur sitt ekki eftir liggja í þeim málum. Hann hefur einnig lagt ómælda vinnu í púttvöllinn á Torfnesi og fáir sinnt honum jafnvel og Reynir. Að auki má nefna að Reynir er góð fyrirmynd fyrir íbúa hvað varðar heilsueflingu en Reyni má gjarnan sjá á heilsubótagöngu víðsvegar í kring um bæinn.
Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán hóf ungur iðkun knattspyrnu hjá BÍ88 og hélt því áfram upp alla yngri flokkana og alla leið upp í meistaraflokk. Þegar leikmannsferlinum lauk hóf hann nám í íþróttafræðum og fljótlega varð ljóst að knattspyrnuþjálfun vakti talsverðan áhuga hjá honum. Hann hóf því að þjálfa yngri flokka og telst nú hafa þakið allt sviðið: hann hefur þjálfað svo til alla flokka BÍ88 og Vestra, frá fjögurra ára krökkum allt upp í meistaraflokk þar sem hann var um tíma aðalþjálfari en hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari og liðsstjóri. Þá hefur hann verið stjórnarmaður í meistaraflokksráði um leið og hann hefur tekið að sér hin ýmsu trúnaðarstörf fyrir félagið.
Vandfundinn er jafn skilvirkur og áhugasamur liðsmaður og Jón Hálfdán. Það er skoðun okkar sem til þekkja að án krafta hans og elju væri staða deildarinnar talsvert önnur og lakari.
Heimir Hansson
Heimir hefur stundað skíðagöngu frá unga aldri og keppt fyrir hönd Skíðafélagsins bæði á unglingameistaramótum, Skíðamótum Íslands sem og almenningsgöngum um víða veröld. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari hjá SFÍ og sat í göngunefnd um árabil þar til að hann lét af störfum í fyrra. Heimir er einnig lykilaðili í mótahald í skíðagöngu á Ísafirði og hefur verið í mótanefnd SFÍ og komið að skipulagningu nær allra þeirra skíðagöngumóta sem haldin hafa verið hér s.l. áratug. Einnig er hann stjórnarmaður í Fossavatnsgöngunni og átt stóran þátt í velgengni hennar. Heimir er þó ekki bara sjálfboðaliði heldur hefur hann einnig keppt í öðrum íþróttum s.s. hlaupum, sundi og þríþraut.
Gullmerki HSV fengu:
Finnur Magnússon
Finnur Magnússon hefur starfað í Golfklúbbi Ísafjarðar í nokkra áratugi, en aldrei meira en eftir hann komst á eftirlaunaaldur fyrir nokkrum árum síðan. Finnur sat einnig um tíma í stjórn HSV
Hann hefur séð um rekstur Golfskálans í einu og öllu, bæði hvað varðar veitingasölu og þrif og umsjón. Er hans vinna þar ómetanleg fyrir klúbbinn. Auk þess hefur hann verið ötull verkmaður á öllum vinnukvöldum klúbbsins. Finnur hefur einnig ásamt Reyni Pétursyni séð um hirðingu púttvallarins sem er staðsettur á Torfnesssvæðinu og er mikið notaður af eldri borgurum. Finnur er enn að, er varaformaður Kubba íþróttafélags eldri borgara og er mjög virkur í þeirra starfi bæði sem iðkandi og sjálfboðaliði. HSV þakkar hér með Finni öll hans góðu störf og hvetur til áframhaldandi starfs fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ.
Marinó Hákonarson
Marinó hefur unnið dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna á Ísafirði um áratuga skeið og er enn að. Hann var lengi í stjórn ÍBÍ þar af sem formaður síðust ár bandalagsins. Marinó var einnig formaður undirbúningsnefndar um stofnun HSV.
Þegar gluggað er í fundargerðir HSV í gegnum tíðina sést nafn Marinós að ég tel oftar en nokkuð annað; Marinó Hákonarson þingforseti, Marinó fundarstjóri, Marinó leggur áherslu á, Marinó telur, Marinó ítrekar, Marinó kallaður til ráðgjafar. Nói er þekktur fyrir að hann vill halda í hefðir og hafa formfestu á hlutunum og þó það hafi á köflum tekið á þá hefur það jafnframt veitt gott aðhald og tryggt góða starfshætti stjórnar.
Marinó er nú formaður Hestamannafélagsins Hendingar og hefur verið um langa hríð. Hefur hann ötullega barist fyrir hönd félagsins að fá bætta aðstoðu sem félagið missti við gerð Bolungarvíkurganga. Nú hefur sú deild loksins verið leyst og hefur reiðhöll nú sprottið upp í Engidal að milku leiti í sjálfboðavinnu Marinós og félaga í Hendingu. HSV þakkar Marinó öll hans góðu störf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Nánar