- 31.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fimm ungmenni úr Vestra valin í landslið í körfubolta
Gréta Proppe Hjaltadóttir
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Fimm ungir og efnilegir iðkendur frá körfuboltadeild Vestra hafa verið valin í til að leika með yngri landsliðum Íslands. Um er að ræða lokahópa U15, U16 og U18 fyrir verkefni sumarsins.
Gréta Proppe Hjaltadóttir hefur verið valin í U15 landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn í júní. Árangur Grétu er athyglisverður en hún býr á Þingeyri og þarf að sækja nær allar sínar æfingar til Ísafjarðar.
Helena Haraldsdóttir mun leika með U16 landslið Íslands á Norðurlandamóti í Finnlandi í lok júní. Í ágúst keppir liðið síðan í Sofiu í Búlgaríu í Evrópukeppni FIBA.
Friðrik Heiðar Vignisson leikur með U16 karlalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi og síðan í Evrópukeppni FIBA í Padgorica í Svartfjallalandi í ágúst.
Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru valdir í U18 landslið Íslands og munu spila með því á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Um mánaðarmótin júlí/ágúst fara leika þeir sína með liðinu í Evrópukeppni FIBA í Oradea í Rúmeníu.
Þjálfarar þessara efnilegu ungmenna eru Yngvi Páll Gunnlaugsson, Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic.
Nánar
- 31.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Fimm ungmenni úr Vestra valin í landslið í körfubolta
Gréta Proppe Hjaltadóttir
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Fimm ungir og efnilegir iðkendur frá körfuboltadeild Vestra hafa verið valin í til að leika með yngri landsliðum Íslands. Um er að ræða lokahópa U15, U16 og U18 landsliða fyrir verkefni sumarsins.
Gréta Proppe Hjaltadóttir hefur verið valin í U15 landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn í júní. Árangur Grétu er athyglisverður en hún býr á Þingeyri og þarf að sækja nær allar sínar æfingar til Ísafjarðar.
Helena Haraldsdóttir mun leika með U16 landslið Íslands á Norðurlandamóti í Finnlandi í lok júní. Í ágúst keppir liðið síðan í Sofiu í Búlgaríu í Evrópukeppni FIBA.
Friðrik Heiðar Vignisson leikur með U16 karlalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi og síðan í Evrópukeppni FIBA í Padgorica í Svartfjallalandi í ágúst.
Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru valdir í U18 landslið Íslands og munu spila með því á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Um mánaðarmótin júlí/ágúst fara leika þeir sína með liðinu í Evrópukeppni FIBA í Oradea í Rúmeníu.
Þjálfarar þessara efnilegu ungmenna eru Yngvi Páll Gunnlaugsson, Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic.
Nánar
- 25.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Sigursælir Ísfirðingar heim af Unglingameistarmóti á skíðum
Göngukrakkar hjá Skiðafélagi Ísfirðinga koma sigursæl heim af Unglingameistarmóti á Akureyri. Mótið fór fram um síðustu helgi. Keppendur Skíðafélagsins voru 10 talsins og unnu alls 12 unglingameistaratitla, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.
Keppendur Skíðafélagsins voru Albert Marselíus Hákonsson vann silfur í liðaspretti, Ástmar Helgi Kristinsson vann silfur í hefðbundnu, skauti og tvíkeppni, Benedikt Stefánsson, Frosti Gunnarsson vann brons í hefðbundinni göngu, Hákon Ari Heimisson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í skauti og tvíkeppni og fékk brons í hefðbundinni. Hrefna Dís Pálsdóttir kom heim með fjögur gull, í hefðbundinni göngu, skauti, tvíkeppni og skicross, Jón Haukur Vignisson sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni, Sveinbjörn Orri Heimisson og Unnur Guðfinna Jakobsdóttir sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni.
Þjálfari hópsins er Tormod Skjerve Vatten.
HSV óskar keppendum til hamingju með gott mót.
Nánar
- 25.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Annar leikur Vestra í úrslitakeppni 1. deildar körfubolta þriðjudaginn 26.mars
Vestri leikur við Fjölni þriðjudagskvöld kl. 19.15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Er það annar leikur í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta. Fyrsti leikurinn var spilaður syðra á föstudag og sigraði Fjölnir. Það er því mikilvægt að Vestri nái sigri í dag, einvíginu lýkur þegar annð liðið hefur ná þremur sigrum. Fyrir leik verður hægt að kaupa ljúffenga Vestra hamborgara og gos fyrir 1.000 krónur.
Áfram Vestri!
Nánar
- 22.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Vestri í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta
Lið Vestra í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Mótherjar Vestra er Fjölnir og er fyrsti leikur í kvöld föstudaginn 22. mars kl 18 í Grafarvogi. Annar leikur einvígissins verður svo leikinn á Ísafirði mánudaginn 25. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19.15.
HSV hvetur Vestramenn nær og fjær að mæta á leiki og hvetja liðið til sigurs.
Nánar