- 25.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Sigursælir Ísfirðingar heim af Unglingameistarmóti á skíðum
Göngukrakkar hjá Skiðafélagi Ísfirðinga koma sigursæl heim af Unglingameistarmóti á Akureyri. Mótið fór fram um síðustu helgi. Keppendur Skíðafélagsins voru 10 talsins og unnu alls 12 unglingameistaratitla, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.
Keppendur Skíðafélagsins voru Albert Marselíus Hákonsson vann silfur í liðaspretti, Ástmar Helgi Kristinsson vann silfur í hefðbundnu, skauti og tvíkeppni, Benedikt Stefánsson, Frosti Gunnarsson vann brons í hefðbundinni göngu, Hákon Ari Heimisson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í skauti og tvíkeppni og fékk brons í hefðbundinni. Hrefna Dís Pálsdóttir kom heim með fjögur gull, í hefðbundinni göngu, skauti, tvíkeppni og skicross, Jón Haukur Vignisson sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni, Sveinbjörn Orri Heimisson og Unnur Guðfinna Jakobsdóttir sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni.
Þjálfari hópsins er Tormod Skjerve Vatten.
HSV óskar keppendum til hamingju með gott mót.
Nánar
- 25.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Annar leikur Vestra í úrslitakeppni 1. deildar körfubolta þriðjudaginn 26.mars
Vestri leikur við Fjölni þriðjudagskvöld kl. 19.15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Er það annar leikur í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta. Fyrsti leikurinn var spilaður syðra á föstudag og sigraði Fjölnir. Það er því mikilvægt að Vestri nái sigri í dag, einvíginu lýkur þegar annð liðið hefur ná þremur sigrum. Fyrir leik verður hægt að kaupa ljúffenga Vestra hamborgara og gos fyrir 1.000 krónur.
Áfram Vestri!
Nánar
- 22.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Vestri í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta
Lið Vestra í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Mótherjar Vestra er Fjölnir og er fyrsti leikur í kvöld föstudaginn 22. mars kl 18 í Grafarvogi. Annar leikur einvígissins verður svo leikinn á Ísafirði mánudaginn 25. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19.15.
HSV hvetur Vestramenn nær og fjær að mæta á leiki og hvetja liðið til sigurs.
Nánar
- 20.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Bolvíkingar keppa á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi
Guðmundur Kristnn Jónasson og Þorsteinn Goði Einarsson í Abu Dhabi
Á heimsleikum Special Olympics sem nú fara fram í Abu Dhabi eru tveir keppendur frá Ívari, það eru Bolvíkingarnir Þorsteinn Goði Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson. Þeir keppa í tvíliðaleik í badminton, þjálfi þeirra er Jónas L. Sigursteinsson. Keppni er hafin og hafa drengirnir mátt þola töp en einnig unnið sigra. Öll ferðin er mikil upplifun og má fylgjast með ævintýri þeirra á instagram síðu þeirra: itr_ivar_abu_dhabi
Íslenski hópurinn á heimsleikunum hefur nú dvalið ytra í nær tvær vikur við undirbúning og keppni. Íþróttasamband fatlaðra er með fréttir af hópnum inn á sínum síðum: Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland) sem og á Facebook-síðu sambandsins.
Nánar
- 14.03.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Frístundarútan fer líka inn í Holtahverfi
Frá og með 13. mars fer frístundarútar sem ekur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur einnig inn í Holtahverfi. Áætlun frístundarútu er nú svona:
Frístundarúta
Ísafjörður - Bolungarvík
Holtahverfi - - 15:00 16:00 17:00 18:00
|
Torfsnes 13:00* 14:00 15:05 16:05 17:05 18:05
|
Pollgata 13:02* 14:02 15:07 16:07 17:07 18:07
|
Hnífsdalur 13:10* 14:10 15:15 16:15 17:15 18:15
|
Bolungarvík 13:25* 14:25 15:25 16:25 17:25 18:25
|
Bolungarvík - Ísafjörður
Bolungarvík 13:30* 14:30 15:30 16:30 17:30 18:30
|
Hnífsdalur 13:40* 14:40 15:40 16:40 17:40 18:40
|
Pollgata 13:45* 14:45 15:45 16:45 17:45 18:45
|
Torfsnes 13:47* 14:47 15:47 16:47 17:47 18:47
|
Holtahverfi 13:55* 14:55 15:55 16:55 17:55 18:55
|
*Eingöngu á föstudögum
Stoppað er við íþróttamiðstöðina Árbæ í Bolungarvík, Strandgötu 7a og Ísafjarðarvegi 4 í Hnífsdal, Pollgötu á Ísafirði (bakvið Hótel Ísafjörður), íþróttahúsið á Torfnesi og Holtahverfi.
Nánar