Kristín Þorsteinsdóttir syndir til sigurs í Englandi
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttafélaginu Ívar
Svala Sig þjálfari og Kristín
Sundkonana Kristín Þorsteinsdóttir tók á helginni þátt í opna Evrópska sundmótinu fyrir einstaklinga með Downs heilkennið (European Downs Syndrome Open Svimming Competition 2019). Kristín sem æfir hjá íþróttafélaginu Ívari var skráð til keppni í sjö greinum. Árangurinn var glæsilegur en hún sigraði í sex greinum og varð einu sinni í öðru sæti.
Fyrri keppnisdagur:
50m bak - 46,95 – Silfur. Bæting - Nýtt Íslandsmet.
25m bak - 22,49 – Gull. Evrópumeistari DSSF.
50m skrið - 37,45 – Gull. Evrópumeistari DSSF.
25m flug - 20,13 – Gull. Evrópumeistari DSSF - Evrópumet í Master1 flokki - Heimsmet í Master 1 flokki.
Síðari keppnisdagur:
50m flug – 42,75. Gull - Evrópumeistari DSSF.
25m skrið – 18,47. Gull - Evrópumeistari DSSF. Evrópumet í Masters 1 flokki (25-34 ára).
100m skrið – 1.28,11. Gull - Evrópumeistari DSSF.
Það eru því sex gull og eitt silfur í farangrinum heim. HSV óskar Kristínu og Svölu Sif Sigurgeirsdóttur þjálfara hennar til hamingju!
Nánar
Vestri spilar fótbolta á Spáni
Meistaraflokkur og 2. flokkur Vestra í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Montecastio á Spáni. Ferðin hófst síðasta fimmtudag og líkur næsta fimmtudag. Æft er einu sinni til tvisvar á dag við bestu mögulegu aðstæður. Á undirbúningstímabilinu hefur liðið æft í tvennu lagi annarsvegar á gervigrasi í Garðabæ og hinsvegar á parketi í Bolungarvík. Það er því liðinu mikilvægt að ná að æfa saman og spila bolta á góðum völlum. Á þriðjudag spilaði Vestri við lið Gróttu sem einnig er hér í æfingaferð og lauk leiknum með sigri Vestra 2-1. Mörkin skoruðu Þórður Hafþórsson og Zoran Plazonic, Pétur Bjarnason átti báðar stoðsendingarnar. Grótta leikur í fyrstu deild á komandi tímabilien Vestri í annari deild. Fyrsti leikur Vestra í Íslandsmóti er 4. maí
Nánar
Fimm ungmenni úr Vestra valin í landslið í körfubolta
Gréta Proppe Hjaltadóttir
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Fimm ungir og efnilegir iðkendur frá körfuboltadeild Vestra hafa verið valin í til að leika með yngri landsliðum Íslands. Um er að ræða lokahópa U15, U16 og U18 fyrir verkefni sumarsins.
Gréta Proppe Hjaltadóttir hefur verið valin í U15 landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn í júní. Árangur Grétu er athyglisverður en hún býr á Þingeyri og þarf að sækja nær allar sínar æfingar til Ísafjarðar.
Helena Haraldsdóttir mun leika með U16 landslið Íslands á Norðurlandamóti í Finnlandi í lok júní. Í ágúst keppir liðið síðan í Sofiu í Búlgaríu í Evrópukeppni FIBA.
Friðrik Heiðar Vignisson leikur með U16 karlalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi og síðan í Evrópukeppni FIBA í Padgorica í Svartfjallalandi í ágúst.
Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru valdir í U18 landslið Íslands og munu spila með því á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Um mánaðarmótin júlí/ágúst fara leika þeir sína með liðinu í Evrópukeppni FIBA í Oradea í Rúmeníu.
Þjálfarar þessara efnilegu ungmenna eru Yngvi Páll Gunnlaugsson, Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic.
Nánar
Fimm ungmenni úr Vestra valin í landslið í körfubolta
Gréta Proppe Hjaltadóttir
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik
Fimm ungir og efnilegir iðkendur frá körfuboltadeild Vestra hafa verið valin í til að leika með yngri landsliðum Íslands. Um er að ræða lokahópa U15, U16 og U18 landsliða fyrir verkefni sumarsins.
Gréta Proppe Hjaltadóttir hefur verið valin í U15 landslið Íslands sem keppir á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn í júní. Árangur Grétu er athyglisverður en hún býr á Þingeyri og þarf að sækja nær allar sínar æfingar til Ísafjarðar.
Helena Haraldsdóttir mun leika með U16 landslið Íslands á Norðurlandamóti í Finnlandi í lok júní. Í ágúst keppir liðið síðan í Sofiu í Búlgaríu í Evrópukeppni FIBA.
Friðrik Heiðar Vignisson leikur með U16 karlalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi og síðan í Evrópukeppni FIBA í Padgorica í Svartfjallalandi í ágúst.
Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru valdir í U18 landslið Íslands og munu spila með því á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Um mánaðarmótin júlí/ágúst fara leika þeir sína með liðinu í Evrópukeppni FIBA í Oradea í Rúmeníu.
Þjálfarar þessara efnilegu ungmenna eru Yngvi Páll Gunnlaugsson, Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic.
Nánar
Sigursælir Ísfirðingar heim af Unglingameistarmóti á skíðum
Göngukrakkar hjá Skiðafélagi Ísfirðinga koma sigursæl heim af Unglingameistarmóti á Akureyri. Mótið fór fram um síðustu helgi. Keppendur Skíðafélagsins voru 10 talsins og unnu alls 12 unglingameistaratitla, þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun.
Keppendur Skíðafélagsins voru Albert Marselíus Hákonsson vann silfur í liðaspretti, Ástmar Helgi Kristinsson vann silfur í hefðbundnu, skauti og tvíkeppni, Benedikt Stefánsson, Frosti Gunnarsson vann brons í hefðbundinni göngu, Hákon Ari Heimisson, Hilmar Tryggvi Kristjánsson sigraði í skauti og tvíkeppni og fékk brons í hefðbundinni. Hrefna Dís Pálsdóttir kom heim með fjögur gull, í hefðbundinni göngu, skauti, tvíkeppni og skicross, Jón Haukur Vignisson sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni, Sveinbjörn Orri Heimisson og Unnur Guðfinna Jakobsdóttir sigraði þrefalt, í göngu með hefðbundinni aðferð, skauti og í tvíkeppni.
Þjálfari hópsins er Tormod Skjerve Vatten.
HSV óskar keppendum til hamingju með gott mót.
Nánar