Hér koma upplýsingar um Íþrótta- og leikjanámskeið HSV. Búið er að opna fyrir skráningu sem fer fram í gegnum heimasíðuna okkar www.hsv.is undir skráning iðkenda. Þið sem veljið 1 eða 2 vikur vinsamlegast skráið í athugasemd hvaða vikur þið viljið velja. Stutta vikan er alltaf skráð sér og hvetjum við fólk til að greiða með kreditkorti til að sleppa við tvo greiðsluseðla.
Nánar19. ársþing HSV verður haldið miðvikudaginn 15. maí kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Á þinginu verða lagðar fram nokkrar tillögur til umræðu og smaþykktar, einnig verða lagðar fyrir þingið nýjar stefnur og áætlanir sem unnar hafa verið í tengslum við umsókn HSV um að gerast fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Þar á meðal er viðbragðsáætlun og jafnréttisáætlun.
Nánar
Nú á helginni fara fram Andrésar Andarleikarnir á Akureyri. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga eru rúmlega 70 keppendur og taka þau þátt í keppni á gönguskíðum, bretti og í alpagreinum. Leikarnir voru settir á miðvikudag, og keppt er á fimmtudag, föstudag og laugardag. Mikill fjöldi aðstandenda fyrlgir keppendum og myndast skemmtileg stemmning bæði á gististað og upp í fjalli. Foreldrar buðu upp á grillpartý bæði á alpagreinasvæði og göngusvæði í sól og 12 gráðu hita á fyrsta sumardegi. Leikunum er slitið á laugardag og fara þá keppendur til síns heima reynslunni ríkari.
NánarNú á helginni fara fram Andrésar Andarleikarnir á Akureyri. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga eru rúmlega 70 keppendur og taka þau þátt í keppni á gönguskíðum, bretti og í alpagreinum. Leikarnir voru settir á miðvikudag, og keppt er á fimmtudag, föstudag og laugardag. Mikill fjöldi aðstandenda fyrlgir keppendum og myndast skemmtileg stemmning bæði á gististað og upp í fjalli. Foreldrar buðu upp á grillpartý bæði á alpagreinasvæði og göngusvæði í sól og 12 gráðu hita á fyrsta sumardegi. Leikunum er slitið á laugardag og fara þá keppendur til síns heima reynslunni ríkari.
NánarDrengjaflokkur Vestra í körfubolta tók um páskana þátt í sterku móti í Svíþjóð, Scania Cup. Liðið lék mjög vel á mótinu og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik síns aldursflokks. Á annan í páskum var úrslitaleikurinn spilaður gegn norksa liðinu Ulriken Eagles og sigraði Vestri með tveggja stiga mun. Í lok móts var Hugi Hallgrímsson valinn maður mótsins. Þjálfari liðsins er Nebosja Knezevic.
Nánar