- 23.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
HSV þakkar vel unnin störf
ÁSgerður Þorleifsdóttir formaður HSV, Marinó Hákonarson Hendingu, Finnur Magnússon GÍ og Kubba, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir GÍ, Reynir Pétursson GÍ, Heimir Hansson SFÍ. Á myndina vantar Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán Pétursson Vestra og Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV
Ásgerður Þorleifsdóttir nýlega heiðraði sex einstaklinga fyrir þeirra framlag til íþróttastarfs á svæðinu. Fór heiðrunin fram á ársþingi HSV. Fjórir hlutu silfurmerki HSV og tveir gullmerki HSV. Ef ekki væri fyrir framlag þessa fólks og fjölda annara sem vinnur þrotlaust starf í sjálfboðavinnu þá væri íþróttastarf ekki jafn blómlegt hér í bænum og nú er. Það er erfitt að fullþakka slíkt framlag en með þessu vill HSV minna á hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, það er alltaf sjálboðaliði bak við tjöldin.
Þau sem hlutu silfurmerki HSV eru:
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir
Guðrún (Gósí) hefur unnið fyrir Golfklúbb Ísafjarðar um árabil. Hafa þau hjón hún og Tryggvi unnið samhliða að öllu starfi hjá klúbbnum. Guðrún hefur starfað í ýmsum nefndum fyrir klúbbinn meðal annars í mótanefnd og hefur þannig með ötulum hætti stuðlað að framgangi Golfklúbbsins hvort heldur er hvað varðar mótahald, rekstur golfskálans svo ekki sé talað um alla afkomendur þeirra hjóna.
Reynir Pétursson
Reynir er einn af máttarstólpum Golfklúbbs Ísafjarðar. Eftir að hann fór á eftirlaun má segja að hann hafi mætt upp á hvern einasta dag til að vinna í á vellinum og nánast hægt að ganga að honum öll sumur við vinnu á vellinum. Reyni er mjög umhugað um ræktun vallarins og lætur sitt ekki eftir liggja í þeim málum. Hann hefur einnig lagt ómælda vinnu í púttvöllinn á Torfnesi og fáir sinnt honum jafnvel og Reynir. Að auki má nefna að Reynir er góð fyrirmynd fyrir íbúa hvað varðar heilsueflingu en Reyni má gjarnan sjá á heilsubótagöngu víðsvegar í kring um bæinn.
Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán hóf ungur iðkun knattspyrnu hjá BÍ88 og hélt því áfram upp alla yngri flokkana og alla leið upp í meistaraflokk. Þegar leikmannsferlinum lauk hóf hann nám í íþróttafræðum og fljótlega varð ljóst að knattspyrnuþjálfun vakti talsverðan áhuga hjá honum. Hann hóf því að þjálfa yngri flokka og telst nú hafa þakið allt sviðið: hann hefur þjálfað svo til alla flokka BÍ88 og Vestra, frá fjögurra ára krökkum allt upp í meistaraflokk þar sem hann var um tíma aðalþjálfari en hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari og liðsstjóri. Þá hefur hann verið stjórnarmaður í meistaraflokksráði um leið og hann hefur tekið að sér hin ýmsu trúnaðarstörf fyrir félagið.
Vandfundinn er jafn skilvirkur og áhugasamur liðsmaður og Jón Hálfdán. Það er skoðun okkar sem til þekkja að án krafta hans og elju væri staða deildarinnar talsvert önnur og lakari.
Heimir Hansson
Heimir hefur stundað skíðagöngu frá unga aldri og keppt fyrir hönd Skíðafélagsins bæði á unglingameistaramótum, Skíðamótum Íslands sem og almenningsgöngum um víða veröld. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari hjá SFÍ og sat í göngunefnd um árabil þar til að hann lét af störfum í fyrra. Heimir er einnig lykilaðili í mótahald í skíðagöngu á Ísafirði og hefur verið í mótanefnd SFÍ og komið að skipulagningu nær allra þeirra skíðagöngumóta sem haldin hafa verið hér s.l. áratug. Einnig er hann stjórnarmaður í Fossavatnsgöngunni og átt stóran þátt í velgengni hennar. Heimir er þó ekki bara sjálfboðaliði heldur hefur hann einnig keppt í öðrum íþróttum s.s. hlaupum, sundi og þríþraut.
Gullmerki HSV fengu:
Finnur Magnússon
Finnur Magnússon hefur starfað í Golfklúbbi Ísafjarðar í nokkra áratugi, en aldrei meira en eftir hann komst á eftirlaunaaldur fyrir nokkrum árum síðan. Finnur sat einnig um tíma í stjórn HSV
Hann hefur séð um rekstur Golfskálans í einu og öllu, bæði hvað varðar veitingasölu og þrif og umsjón. Er hans vinna þar ómetanleg fyrir klúbbinn. Auk þess hefur hann verið ötull verkmaður á öllum vinnukvöldum klúbbsins. Finnur hefur einnig ásamt Reyni Pétursyni séð um hirðingu púttvallarins sem er staðsettur á Torfnesssvæðinu og er mikið notaður af eldri borgurum. Finnur er enn að, er varaformaður Kubba íþróttafélags eldri borgara og er mjög virkur í þeirra starfi bæði sem iðkandi og sjálfboðaliði. HSV þakkar hér með Finni öll hans góðu störf og hvetur til áframhaldandi starfs fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ.
Marinó Hákonarson
Marinó hefur unnið dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna á Ísafirði um áratuga skeið og er enn að. Hann var lengi í stjórn ÍBÍ þar af sem formaður síðust ár bandalagsins. Marinó var einnig formaður undirbúningsnefndar um stofnun HSV.
Þegar gluggað er í fundargerðir HSV í gegnum tíðina sést nafn Marinós að ég tel oftar en nokkuð annað; Marinó Hákonarson þingforseti, Marinó fundarstjóri, Marinó leggur áherslu á, Marinó telur, Marinó ítrekar, Marinó kallaður til ráðgjafar. Nói er þekktur fyrir að hann vill halda í hefðir og hafa formfestu á hlutunum og þó það hafi á köflum tekið á þá hefur það jafnframt veitt gott aðhald og tryggt góða starfshætti stjórnar.
Marinó er nú formaður Hestamannafélagsins Hendingar og hefur verið um langa hríð. Hefur hann ötullega barist fyrir hönd félagsins að fá bætta aðstoðu sem félagið missti við gerð Bolungarvíkurganga. Nú hefur sú deild loksins verið leyst og hefur reiðhöll nú sprottið upp í Engidal að milku leiti í sjálfboðavinnu Marinós og félaga í Hendingu. HSV þakkar Marinó öll hans góðu störf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Nánar
- 23.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
HSV þakkar vel unnin störf
ÁSgerður Þorleifsdóttir formaður HSV, Marinó Hákonarson Hendingu, Finnur Magnússon GÍ og Kubba, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir GÍ, Reynir Pétursson GÍ, Heimir Hansson SFÍ. Á myndina vantar Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán Pétursson Vestra og Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV
Ásgerður Þorleifsdóttir nýlega heiðraði sex einstaklinga fyrir þeirra framlag til íþróttastarfs á svæðinu. Fór heiðrunin fram á ársþingi HSV. Fjórir hlutu silfurmerki HSV og tveir gullmerki HSV. Ef ekki væri fyrir framlag þessa fólks og fjölda annara sem vinnur þrotlaust starf í sjálfboðavinnu þá væri íþróttastarf ekki jafn blómlegt hér í bænum og nú er. Það er erfitt að fullþakka slíkt framlag en með þessu vill HSV minna á hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, það er alltaf sjálboðaliði bak við tjöldin.
Þau sem hlutu silfurmerki HSV eru:
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir
Guðrún (Gósí) hefur unnið fyrir Golfklúbb Ísafjarðar um árabil. Hafa þau hjón hún og Tryggvi unnið samhliða að öllu starfi hjá klúbbnum. Guðrún hefur starfað í ýmsum nefndum fyrir klúbbinn meðal annars í mótanefnd og hefur þannig með ötulum hætti stuðlað að framgangi Golfklúbbsins hvort heldur er hvað varðar mótahald, rekstur golfskálans svo ekki sé talað um alla afkomendur þeirra hjóna.
Reynir Pétursson
Reynir er einn af máttarstólpum Golfklúbbs Ísafjarðar. Eftir að hann fór á eftirlaun má segja að hann hafi mætt upp á hvern einasta dag til að vinna í á vellinum og nánast hægt að ganga að honum öll sumur við vinnu á vellinum. Reyni er mjög umhugað um ræktun vallarins og lætur sitt ekki eftir liggja í þeim málum. Hann hefur einnig lagt ómælda vinnu í púttvöllinn á Torfnesi og fáir sinnt honum jafnvel og Reynir. Að auki má nefna að Reynir er góð fyrirmynd fyrir íbúa hvað varðar heilsueflingu en Reyni má gjarnan sjá á heilsubótagöngu víðsvegar í kring um bæinn.
Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán hóf ungur iðkun knattspyrnu hjá BÍ88 og hélt því áfram upp alla yngri flokkana og alla leið upp í meistaraflokk. Þegar leikmannsferlinum lauk hóf hann nám í íþróttafræðum og fljótlega varð ljóst að knattspyrnuþjálfun vakti talsverðan áhuga hjá honum. Hann hóf því að þjálfa yngri flokka og telst nú hafa þakið allt sviðið: hann hefur þjálfað svo til alla flokka BÍ88 og Vestra, frá fjögurra ára krökkum allt upp í meistaraflokk þar sem hann var um tíma aðalþjálfari en hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari og liðsstjóri. Þá hefur hann verið stjórnarmaður í meistaraflokksráði um leið og hann hefur tekið að sér hin ýmsu trúnaðarstörf fyrir félagið.
Vandfundinn er jafn skilvirkur og áhugasamur liðsmaður og Jón Hálfdán. Það er skoðun okkar sem til þekkja að án krafta hans og elju væri staða deildarinnar talsvert önnur og lakari.
Heimir Hansson
Heimir hefur stundað skíðagöngu frá unga aldri og keppt fyrir hönd Skíðafélagsins bæði á unglingameistaramótum, Skíðamótum Íslands sem og almenningsgöngum um víða veröld. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari hjá SFÍ og sat í göngunefnd um árabil þar til að hann lét af störfum í fyrra. Heimir er einnig lykilaðili í mótahald í skíðagöngu á Ísafirði og hefur verið í mótanefnd SFÍ og komið að skipulagningu nær allra þeirra skíðagöngumóta sem haldin hafa verið hér s.l. áratug. Einnig er hann stjórnarmaður í Fossavatnsgöngunni og átt stóran þátt í velgengni hennar. Heimir er þó ekki bara sjálfboðaliði heldur hefur hann einnig keppt í öðrum íþróttum s.s. hlaupum, sundi og þríþraut.
Gullmerki HSV fengu:
Finnur Magnússon
Finnur Magnússon hefur starfað í Golfklúbbi Ísafjarðar í nokkra áratugi, en aldrei meira en eftir hann komst á eftirlaunaaldur fyrir nokkrum árum síðan. Finnur sat einnig um tíma í stjórn HSV
Hann hefur séð um rekstur Golfskálans í einu og öllu, bæði hvað varðar veitingasölu og þrif og umsjón. Er hans vinna þar ómetanleg fyrir klúbbinn. Auk þess hefur hann verið ötull verkmaður á öllum vinnukvöldum klúbbsins. Finnur hefur einnig ásamt Reyni Pétursyni séð um hirðingu púttvallarins sem er staðsettur á Torfnesssvæðinu og er mikið notaður af eldri borgurum. Finnur er enn að, er varaformaður Kubba íþróttafélags eldri borgara og er mjög virkur í þeirra starfi bæði sem iðkandi og sjálfboðaliði. HSV þakkar hér með Finni öll hans góðu störf og hvetur til áframhaldandi starfs fyrir íþróttahreyfinguna í Ísafjarðarbæ.
Marinó Hákonarson
Marinó hefur unnið dyggilega fyrir íþróttahreyfinguna á Ísafirði um áratuga skeið og er enn að. Hann var lengi í stjórn ÍBÍ þar af sem formaður síðust ár bandalagsins. Marinó var einnig formaður undirbúningsnefndar um stofnun HSV.
Þegar gluggað er í fundargerðir HSV í gegnum tíðina sést nafn Marinós að ég tel oftar en nokkuð annað; Marinó Hákonarson þingforseti, Marinó fundarstjóri, Marinó leggur áherslu á, Marinó telur, Marinó ítrekar, Marinó kallaður til ráðgjafar. Nói er þekktur fyrir að hann vill halda í hefðir og hafa formfestu á hlutunum og þó það hafi á köflum tekið á þá hefur það jafnframt veitt gott aðhald og tryggt góða starfshætti stjórnar.
Marinó er nú formaður Hestamannafélagsins Hendingar og hefur verið um langa hríð. Hefur hann ötullega barist fyrir hönd félagsins að fá bætta aðstoðu sem félagið missti við gerð Bolungarvíkurganga. Nú hefur sú deild loksins verið leyst og hefur reiðhöll nú sprottið upp í Engidal að milku leiti í sjálfboðavinnu Marinós og félaga í Hendingu. HSV þakkar Marinó öll hans góðu störf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Nánar
- 21.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Árni og Rósa heiðruð af UMFÍ
Rósa og Árni ásamt Auði Ingu framkvæmdastjóra UMFÍ
Á nýliðnu ársþingi HSV voru þau Árni Aðalbjarnarson og Rósa Þorsteinsdóttir heiðruð fyrir góð störf og framlag til heilsueflingar og íþróttastarfs á Ísafirði. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ ávarpaði þingið og veitti þeim Árna og Rósu starfsmerki UMFÍ.
Árni og Rósa eru ásamt fleirum frumkvöðlar í almenningshlaupum á Ísafirði. Fyrir um 35 árum byrjuðu nokkrir einstaklingar að skokka sér til heilsubótar og úr varð skokkhópurinn Riddarar Rósu en Rósa var lengi vel eini kvenmaðurinn í hópnum og úr varð þetta skemmtilega nafn á hlaupahópnum sem haldist hefur allar götur síðan. Árni og Rósa hafa í gegnum tíðina tekið þátt í mörgum almenningshlaupum, bæði hér heima og erlendis, með miklum sóma. Þau hafa verið dugleg að breiða út boðskapinn, stutt vel við nýja hlaupafélaga og verið iðin við að halda mikilvægi lýðheilsu og forvarna á lofti. Þau hafa verið miklar fyrirmyndir í almenningshlaupum hér vestra og segja má að margir Ísfirðingar tengja skokkið við hjónin í Gamla bakarínu og dást að elju þeirra við íþróttina.
Óshlíðarhlaupið og síðar Hlaupahátíðin á Vestfjörðum er meðal viðburða sem hlaupahópurinn Riddarar Rósu hefur komið á og hafa þau hjónin lagt fram marga vinnutímana við framkvæmd þeirra. Hlaupahátíðin á Vestfjörðum er nú orðin ein stærsta íþróttahátíð á Íslandi þar sem fjöldi þátttakanda eykst með hverju ári. Árni er t.d eini hlauparinn sem tók þátt í öllum 23 Óshlíðarhlaupunum en hlaupið var fært vegna óöruggra aðstæðna á Óshlíðinni. Ekki má gleyma öllum kökunum og kræsingunum sem fyrirtæki þeirra Gamla bakaríið hefur stutt íþróttafélögin í bænum með.
Það ættu öll bæjarfélög að eiga eitt par af Árna og Rósu.
Nánar
- 21.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Þröstur og Tryggvi hlutu gulllmerki ÍSÍ
Þröstur Jóhannesson og Ingi Þór Ágústsson
Tryggvi Sigtryggsson og Ingi Þór Ágústsson
Á ársþingi hsv sem haldið var á dögunum voru þeir Tryggvi Sigtryggsson Golfklúbbi Ísafjarðar og Þröstur Jóhannesson Skíðafélagi Ísfirðinga sæmdir gullmerki ÍSÍ. Ingi Þór Ágústsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og að lokinni tölu heiðraði hann þá félaga.
Tryggvi Sigtryggsson hefur alla tíð verið viðloðandi íþróttahreyfinguna á Ísafirði, enda búinn að fá gullmerki HSV og einnig silfurmerki Golfsambands Ísland. Hann var formaður Golfklúbbs Ísafjarðar í tíu ár og vann ötullega að uppbyggingu golfskálans og vallarins í Tungudal. Tryggvi lét af formennsku GÍ árið 2016 en hefur unnið mjög óeigingjarnt starf við nýframkvæmdir og viðhald á golfvellinum, sérstaklega eftir að hann komst á eftirlaun.
Þröstur Jóhannesson hefur um langt árabil starfað fyrir skíðahreyfinguna á Ísafirði (og Íslandi reyndar líka), hefur setið í stjórn og nefndum fyrir Skíðafélag Ísfirðinga og áður Skíðaráð Ísafjarðar síðan um 1980. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir framgangi gönguskíðaíþróttarinnar á Ísafirði bæði sem keppnisgrein og ekki síður sem almenningsíþrótt. Ekki er hægt að fara yfir störf Þrastar fyrir íþróttahreyfinguna án þess að farið sé yfir hans framlag til vaxtar og viðgangs Fossavatnsgöngunnar. Hann og félagi hans, Guðmundur heitinn Ágústsson, stóðu vaktina við framkvæmd mótsins um langa hríð. Þeir tóku einnig fullan þátt í eflingu göngunnar og eiga stóran þátt í að Fossavatnsgangan er orðinn einn stærsti árlegi viðburður í íþróttalífi landsins. Þröstur stundaði íþróttina af kappi og á að baki marga Íslandsmeistaratitla í greininni. Hann keppti fyrir Íslands hönd á Olympíuleikunum í Lake Placid 1980. Hann stundar sína íþrótt enn af eljusemi auk þess að leggja fram óteljandi vinnustundir við að bæta aðstöðu til gönguskíðaiðkunar og efla starf Skíðafélagsins. Þröstur er góð fyrirmynd fyrir þá sem stunda íþróttir til keppni og ekki síður þá er stunda þær sér til ánægju. Þá er Þröstur ekki síður góð fyrirmynd fyrir þá er leggja að mörkum ómælda sjálfboðaliðsvinnu fyrir sína íþrótt og sitt félag.
HSV óskar Tryggva og Þresti til hamingju og þakkar þeim góð störf um leið og við vonumst til að njóta starfskrafta þeirra næstu áfram áratugina.
Nánar
- 20.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Ársþing HSV 2019
Héraðsþing HSV var haldið miðvikudaginn 15. maí síðastliðinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Á þingið voru mættir fulltrúar flestra aðildarfélaga HSV.
Fyrirferðamesta málið á þinginu var vinna við stefnur og áætlanir sambansins. Fyrir þingi lágu tillögur að Viðbragðsáætlun, Jafnréttisáætlun, Fræðslu- og forvarnarstefnu, Umhverfisstefnu og Félagsmálastefnu. Nokkrar umræður urðu í allsherjarnefnd þingsins og var niðurstaða nefndarinnar að vísa framlagðri tillögu að Jafnréttisáætlun HSV til stjórnar að nýju til frekari vinnslu. Þótti nefndinni að vel væri tekið á kynjajafnrétti en nánari útfærslu vantaði varðandi jafnrétti milli ólíkra þjóðfélagshópa, t.d. fólks af erlendum uppruna. Sömuleiðis var niðurstaða nefndarinnar að vísa framlagðri Fræðslu- og forvarnarstefnu HSV til stjórnar til frekari vinnslu með tiliti til samræmis á milli stefnuyfirlýsingar og markmiða, einkum með það í huga hvort einhver markmið ættu betur heima í framlagðri Viðbragðsáætlun. Samþykkt þessara tveggja stefnanna yrði svo endanlega afgreidd á formannafundi. Þessi tillaga allsherjarnefndar var samþykkt samhljóða af þingfulltrúum. Aðrar tillögur stjórnar meðal annars fjárhagsáætlun voru samþykktar samhljóða.
Á þinginu voru nokkrir gestir mættir meðal annara fulltrúar Ísafjarðarbæjar, UMFÍ og ÍSÍ og formenn nágrannahéraðssambandanna HHF og HSS. Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ ávarpaði þingið og sæmdi síðan hjónin Rósu Þorsteinsdóttur og Árna Aðalbjarnarson starfsmerki UMFÍ fyrir þeirra störf fyrir íþróttastarf í bænum. Einnig veitti hún Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur fyrrum formann HSV gullmerki UMFÍ fyrir hennar framlag til íþrótta- og félagsmála. Ingi Þór Ágústsson fyrrum formaður og framkvæmdastjóri HSV sem nýverið var endurkjörinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ flutti einnig ávarp og ræddi nokkuð um Ferðasjóð ÍSÍ og greiðslur úr honum til aðildarfélaga HSV. Í máli hans kom fram að stofnun Vestra hefur haft mjög jákvæð áhrif á úthlutun styrkja úr sjóðnum hingað á svæðið. Ingi Þór sæmdi síðan Tryggva Sigtryggsson og Þröst Jóhannesson gullmerki fyrir þeirra áratuga störf og áhuga á framgangi íþróttamála á Ísafirði.
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV veitti fjórum einstaklingum silfurmerki HSV; Guðrúnu Ásbjörgu Stefánsdóttur GÍ, Reyni Péturssyni GÍ, Heimi Hanssyni SFÍ og Jón Hálfdáni Péturssyni Vestra. Hún sæmdi einnig tvo einstaklinga gullmerki sambandsins, þeim Marinó Hákonarsyni og Finni Magnússyni GÍ.
Ásgerður Þorleifsdóttir var endurkjörinn formaður HSV. Nýr í stjórn var kosinn Heimir Hansson í stað Inga Björns Guðnasonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Ásamt þeim Ásgerði og Heimi sitja nú í stjórn HSV; Hildur Elísabet Pétursdóttir sem var endurkjörin í stjórn, Karl Ásgeirsson og Baldur Ingi Jónasson. Í vara stjórn voru endurkjörnar Elísa Stefánsdóttir og Karlotta Dúfa Markan og Margrét Arnardóttir sem kemur ný í varastjórn í stað Heimis Hanssonar.
Einnig var kosið í stjórn Afrekssjóð HSV. Hana skipa Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jakob Einar Jakobsson og Yngvi Gunnlaugsson. Til vara Gísli Jón Hjaltason og Salome Elin Ingólfsdóttir. Í stjórn styrktarsjóðs þjálfara HSV voru kjörin Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jóhann Króknes Torfason og Baldur Ingi Jónasson.
Um miðbik þings var gert matarhlé og var þá borin fram súpa ásamt kaffi og meðlæti, framreitt af fulltrúum Skíðafélags Ísfirðinga.
Þingi var slitið um kl. 21.30.
Nánar