Föstudaginn 29. janúar var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarða. 

Markmið samningins er meðal annars að auka gæði íþróttastarfs í sveitarfélaginu og fjölga þátttakendum og að HSV, í samstarfi við Ísafjarðarbæ, vinni að heilsueflingu innan sveitarfélagsins. Þá er samningnum ætlað að efla samstarf innan íþróttahreyfingarinnar og á milli bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og HSV, auk þess að tryggja öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Ísafjarðarbæ.

Samningurinn var samþykktur á fundi bæjarstjórnar ásamt viðaukum þann 5. október 2020

Nánar

Stjórn HSV hefur metið umsóknir um styrk frá Skaganum3X til að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda.  Styrkur Skagans 3X fyrir árið 2020 er kr. 1.500.000 en fyrirtækið gaf jafnháan styrk til aðildarfélaga HSV á síðasta ári. Alls fengu 7 aðildarfélgö styrk að þessu sinni, styrkupphæðir voru frá 100.000 til 250.000.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau félög og verkefni sem hlutu styrk eru:

Golfklúbbur Ísafjarðar - Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Hjólreiðadeild Vestra - Hjólanámskeið fyrir börn í 4.- 10. bekk

Körfuknattleiksdeild Vestra - Æfingabúnaður fyrir yngri flokka

Skíðafélag Ísafjarðar - Sumarskíðaskóli fyrir börn fædd 2005-2009

Blakdeild Vestra - Sumar-/haustnámskeið 

Knattspyrnudeild Vestra - Hlaupanámskeið Silju Úlfars

Hestamannafélagið Stormur - Námskeið fyrir börn og ungmenni.

 

Skaginn 3x hefur að sama skapi veit styrk til HSV fyrir árið 2021 og verður úthlutað úr þeim sjóð seinna á þessu ári.

HSV þakkar Skaganum 3x fyrir frábæran stuðning við íþróttalíf bæjarfélagsins.

Nánar

Æfingar fyrir börn fædd árin 2008-2010 hefjast aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 14. janúar og fara æfingarnar fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi alla fimmtudaga kl. 14:00-15:00. 

Markmið verkefnisins er að ná til barna sem eru í 5.-7. bekk í grunnskóla og eru ekki að stunda æfingar hjá aðildarfélögum HSV. Mesta áhersla verður lögð á grunnþjálfun eins og stöðvaþjálfun þar sem hver og einn getur tekið þátt eftir sinni getu. Auk þess verða kynntar fyrir þátttakendum hinar ýmsu einstaklingsíþróttagreinar svo sem bogfimi, golf, sund, hestamennska, hjólreiðar og glíma. Áhersla verður líka lögð á hópeflisleiki til þess að hrista hópinn saman og efla félagsleg tengsl iðkenda. Takmarkið er að börnin fái áhuga og finni ánægju af að stunda hreyfingu og íþróttir.

Hægt er að gera undantekningu á aldursskiptingu ef einhver börn finna sig ekki í Íþróttaskólanum eða Afreksformi HSV.

Umsjón með æfingum hefur Bjarki Stefánsson framkvæmdastjóri HSV.

Skráning er hafin og fer fram í Nóra.

Nánari upplýsingar á ithrottaskoli@hsv.is .

Nánar
Albert Jónsson og Árni Heiðar Ívarsson við afhendingu verðlaunana.
Albert Jónsson og Árni Heiðar Ívarsson við afhendingu verðlaunana.

Gönguskíðamaðurinn Albert Jónsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 við litla athöfn í dag, sunnudaginn 27. desember. Í rökstuðningi segir: Albert er mjög öflugur skíðamaður og er sífellt að bæta sig ár frá ári. Á síðasta keppnisári og svo í byrjun þessa árs hefur hann sýnt mjög góðan árangur og hefur æft gríðarlega mikið og bætt sig verulega.

Gréta Proppé Hjaltadóttir var við sömu athöfn útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar, en Gréta æfir hjá körfuknattleiksdeild Vestra.

Árni Heiðar Ívarsson, íþróttakennari, hlaut hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ.

Eftirfarandi tilnefningar bárust frá aðildarfélögum HSV.

Íþróttamaður ársins:

Albert Jónsson - Skíðafélag Ísfirðinga
Ásgeir Óli Kristjánsson - Hörður handknattleikur

Anton Helgi Guðjónsson - Golfklúbbur Ísafjarðar
Friðrik Heiðar Vignisson - Vestri körfuknattleikur
Hafsteinnn Már Sigurðsson - Vestri blak
Ignacio Gil Echevarria - Vestri knattspyrna
Ólöf Einarsdóttir - Hestamannafélagið Hending
Sigurður Arnar Hannesson - Hörður knattspyrna

Efnilegasti íþróttamaður ársins:

Ástmar Helgi Kristinsson - Skíðafélag Ísfirðinga
Gréta Proppé Hjaltadóttir - Vestri körfuknattleikur
Guðmundur Páll Einarsson - Hörður knattspyrna
Guðmundur A. Svavarsson - Vestri knattspyrna
Hjálmar Helgi Jakobsson - Golfklúbbur Ísafjarðar
Sóldís Björt Blöndal - Vestri blak
Stefán Freyr Jónsson - Hörður handknattleikur

Nánar

Áskorun íþróttahéraða!

Íþróttahreyfingin fagnar þeim tilslökunum sem gerðar eru í nýrri reglugerð um íþróttastarf en lýsir þungum áhyggjum af unglingunum á framhaldsskólaaldri.  Þessi hópur virðist hafa gleymst þegar kemur að útfærslu á takmörkunum hverju sinni.

Raddir unga fólksins okkar eru því miður of fáar og þegar við getum ekki hvatt þau til íþróttaiðkunar í jafn langan tíma og raun ber vitni þá höfum við miklar áhyggjur af brottfalli þeirra sem myndi auka líkur á frávikshegðun með tilheyrandi vandamálum.

Íþróttahéruðin hvetja stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína til þessa viðkvæma hóps í þeim afléttingum sem nú þegar eru samþykktar og hleypa fyrrnefndum aldurshópi inn í íþrótta- og æskulýðsstarf á ný, með og án snertinga og með þeim fjöldatakmörkunum sem gilda fyrir íþróttastarf.

Íþróttakveðja,

Héraðassambandið Hrafnaflóki
Héraðssamband Bolungarvíkur
Héraðssambandið Skarphéðinn
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
Héraðssamband Strandamanna
Héraðssamband Vestfirðinga
Héraðssamband Þingeyinga
Íþróttabandalag Akraness
Íþróttabandalag Akureyrar
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
Íþróttabandalag Reykjavíkur
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Íþróttabandalag Vestmannaeyja
Íþróttabandalag Suðurnesja
Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
Ungmennasamband Borgarfjarðar
Ungmennasamband Eyjafjarðar
Ungmennasamband Kjalarnesþings
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga
Ungmennasambandið Úlfljótur
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu

Nánar