HSV í samstarfi við Ísafjarðarbæ eru með dagskrá í Hreyfiviku UMFÍ í ár líkt og síðustu ár. Dagskráin er fjölbreytt að venju og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að fara út að hlaupa, taka morgungöngu upp í Hvilft, fari fjallahjólatúr, prófa útijóga, fljóta í Musterinu og prófa kajak. HSV hvetur bæjarbúa til að prófa viðburði þessa vikuna.

Öll dagskráin:

Sunnudagur 27. maí

Kl. 10.00          FunRun á vegum Ægis, nemendafélags Háskólaseturs Vestfjarða.

Komið og hlaupið, skokkið, gangið eða sleppið þessum 5,8 km klædd sem uppáhalds sjávardýrið ykkar! Þátttaka er ókeypis en þátttakendur eru hvattir til að styrkja Björgunarfélag Ísafjarðar (SAR) og skráningar er krafist við komu. Skráning er möguleg frá [8:00 am-9:55am] við rásmarkið (fyrir framan bókasafnið). https://www.facebook.com/events/792875787584036/

 

Mánudagur 28. maí

Kl. 06.00          Gönguferð upp í Naustahvilft á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Lagt af stað kl. 6 frá bílaplani neðan Hvilftar.

Kl. 18.15          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

 

Þriðjudagur 29. maí

Kl. 17.00          Létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, mæting við Íþróttahúsið Torfnesi.

Hjólað verður upp Skíðaveginn upp að Skíðheimum og svo fjallabaksleiðina til baka með ýmsum krókum og klækjum. Gullrillur sjá um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Hvetjum alla til að mæta. Ferðin ætti að henta öllum, bæði byrjendum í fjallahjólreiðum sem lengra komnum. Fjallahjól með framdempun henta vel í ferðina og svo allir með hjálm á hausnum svo toppstykkið verði í lagi. Þetta gæti verið byrjunin að frábæru fjallahjólasumri

 

Miðvikudagur 30. maí

Kl. 18-19:00    Útijóga í Blómagarðinum á Austurvelli. Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi.

 

 

Fimmtudagur 2. Júní

Kl. 18.15          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

 

Laugardagur 2. júní

Kl. 9.30            Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl. 10.00          Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.
„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“

 

Sunnudagur 3. júní

Kl. 11.00          Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

 

 

Að auki er frítt í sund í sundlaugum Ísafjarðarbæjar alla daga Hreyfivikunnar.

Nánar

Miðvikudaginn 23. maí kl. 17 heldur HSV fund með frambjóðendum af listunum þremur sem bjóða fram í Ísafjarðarbæ. Frambjóðendum gefst kostur á að fara yfir áherslumál framboðanna er varðar íþróttastarf í sveitarfélaginu og uppbygging mannvirkja. Hvert framboð verður með stutta framsögu í byrjun fundar og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Fundi líkur ekki seinna en kl. 18.30

 Fundurinn verður haldinn í Vestrahúsi, Þróunarsetursmegin (á teppagangi).

 Vonumst við til að forsvarsmenn íþróttafélaga og aðrir áhugamenn um íþróttastarf fjölmenni

Nánar
Guðný og Þórður skrifa undir samninginn
Guðný og Þórður skrifa undir samninginn

Í upphafi ársþings í síðustu viku var skrifaði Guðný Stefanía Stefánsdóttir undir samninga fyrir hörn afreksmannasjóðs við tvo unga og efnilega iðkendur. Samningarnir fela í sér að Afreksmannasjóður greiðir mánaðarlegan styrk til íþróttafólksins í eitt ár. Um var að ræða Þórð Gunnar Hafþórsson 16 ára knattspyrnumann í Vestra og Önnu Maríu Daníelsdóttur gönguskíðkonu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga.

Tveir aðrir ungir afreksmenn munu svo skrifa undir á næstu dögum. en það eru þau Auður Líf Benediktsdóttir blakari í Vestra og Albert Jónsson gönguskíðamaður í SFÍ.

Nánar
Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Ingi Þór Ágústsson
Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Ingi Þór Ágústsson

Fráfarandi formanni HSV Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur var á ársþingi HSV sæmd gullmerki ÍSÍ fyrir gott og öflugt starf. Það var Ingi Þór Ágústsson stjórnarmaður hjá ÍSÍ og fyrrum formaður HSV sem afhenti Guðnýju merkið. HSV þakkar Guðnýju hennar góðu störf fyrir sambandið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs í Afreksmannasjóðs HSV þar sem Guðný mun sitja áfram.

Nánar

Ársþing HSV 2018 var haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði 9. maí kl. 17. Á þinginu var kosinn nýr fomaður HSV. Guðný Stefanía Stefánsdóttir sem verið hefur formaður HSV síðustu fjögur ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Eitt framboð barst til formanns og var Ásgerður Þorleifsdóttir kjörin með lófaklappi. Úr stjórn gekk Páll Janus Þórðarson og í hans stað var kjörinn Baldur Ingi Jónasson.

Stjórn HSV er nú þannig skipuð:

Ásgerður Þorleifsdóttir formaður

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Karl Ásgeirsson

Ingi Björn Guðnason

Baldur Ingi Jónasson

 Í varastjórn voru endurkjörin Heimir Hansson og Elísa Stefánsdóttir. Elín Marta Eiríksdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í hennar stað var kosin Karlotta Dúfa Markan.

Á þinginu var samþykkt lagabreytingatillaga frá stjórn sambandsins þar sem lagt var til að bæta inn í lög sambansins ákvæði um að geri félag ekki skil á ársskýrslum á réttum tíma tvö ár í röð megi vísa því úr sambandinu. Einnig voru samþykktar almennar tillögur sem bárust þingi. Meðal annars samþykkti þingið að HSV myndi sækja um að halda unglingalandsmót UMFÍ árið 2021 í Ísafjarðarbæ og samþykkt var tillaga frá Vestra um að hvetja stjórnir allra héraðssambanda á Vestfjörðum að kanna kosti og galla sameiningar, allra eða hluta af héraðssamböndunum. Einnig samþykkti þingið að hvetja öll íþróttafélög sambandsins til að taka föstum tökum mál er varða ofbeldisbrot, einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti með það að leiðarljósi að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan félaganna. Koma upp viðbragsáætlunum við hvers kyns ofbeldi og útbúa verkferla til úrlausnar í samvinnu við yfirstjórn íþróttahreyfingarinnar.

 Nokkur umræða var um inneignir sem skapast hafa þegar félögum er ekki greiddur út lottóstyrkur vegna vanhalda á skýrsluskilum. Lögin kveða á um að sú fjárhæð eigi að leggjast inn á Afrekssjóð HSV en það hefur ekki verið gert. Var að lokum samþykkt tillaga sem veitti stjórn HSV óskorað umboð til að ganga frá þeim greiðslum til afrekssjóðs afturvirkt.

 

 Veitt voru 10 starfsmerki á þinginu.

8 hlutu silfurmerki HSV og

2 hlutu gullmerki HSV

 

Að auki hlaut Guðný Stefanía Stefánsdóttir gullmerki ÍSÍ og var það Ingi Þór Ágústsson stjórnarmaður ÍSÍ sem afhenti það.

Nánar