HSV og Ísafjarðarbær standa að Íþróttaviku Evrópu í Ísafjarðarbæ.

Hér má finna upplýsingar um dagskrá viðburða og æfinga sem í boði verða. 

Allir viðburðir eru opnir tímar og hvetjum við öll til að kynna sér dagskránna og taka þátt.

Skoða bækling - Íþróttavika Evrópu - bæklingur

Bæklingur pdf - Íþróttavika Evrópu 2023

Nánar

Við vekjum athygli ykkar á því að Rannís – Rannsóknarmiðstöð Íslands hefur opnað fyrir umsóknir um styrki úr íþróttasjóði vegna verkefna ársins 2024.

Umsóknarfrestur er til kl. 15.00 mánudaginn 2. október 2023.

Sækja skal um á eftirfarandi slóð: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/ 

Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að inngildingu í íþróttum
  • Íþróttarannsókna
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

 

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu sjóðsins.

Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum.

Ekki er hægt að sækja um lægri styrki en 250 þúsund.

 

Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson í netfang ithrottasjodur@rannis.is eða í GSM síma 699 2522

Nánar
Kæru foreldrar
Íþróttaskólinn fyrir börn í 1.-4. bekk hefst 22. ágúst nk.
 
Skráningar fara fram í Sportabler
 
Um er að ræða grunnþjálfun, boltaskóla og sund.
 
Allar æfingar í grunnþjálfun og sundi fara fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 1.-2. bekk fer sömuleiðis fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 3.-4. bekk fer fram á Torfnesi.
 
Börnin geta valið allar greinarnar og eða einstaka grein.
 
Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið ithrottaskoli@hsv.is og svo er einnig hægt að hafa samband í síma 691-5075.
 
Yfirþjálfari íþróttaskólans er Daniel Osafo-Badu
Nánar

Boðið er upp á 19 íþróttagreinar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og fjölda annarra viðburða og greina sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Að auki verða tónleikar öll kvöldin og nóg að gera.

Á meðal greinanna eru hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, grasblak, grashandbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, júdó, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross og pílukast, skák, stafsetning, sund og upplestur.

Auk þess verður kynning á bandý, sandkastalagerð, víðavangshlaup, barnaskemmtun, glíma, leikjagarður og margt fleira. Þar á meðal eru vinnubúðir með Andrew Henderson, margföldum heimsmeistara í Freestyle Football. Hann hefur kennt fótboltastjörnum eins og Ronaldo, Messi, Neymar og mörgum fleirum töfrabrögð með boltann.

Þátttakendur  geta skráð sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.

 Kynningarmyndband!

Tónleikar 

Tónleikar verða öll kvöldin á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Á meðal þeirra sem koma fram eru: Emmsjé Gauti, Guðrún Árný, Magni Ásgeirsson, Herra Hnetusmjör, DJ Heisi, Danshljómsveit Dósa, Arnór og Baldur og fleiri. Aðgangur að tónleikum og öllu öðru er innifalið í miðaverðinu.

 

Miðaverð og tjaldsvæði 

Aðeins kostar 8.900 krónur fyrir hvern þátttakanda á Unglingalandsmóti UMFÍ. Inni í miðaverðinu er aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna alla helgina (fyrir utan rafmagn), aðgangur á alla viðburði, tónleika, frítt í sund í Skagafirði og margt fleira. 

Á Unglingalandsmót UMFÍ er hægt að skrá sig eftir íþróttahéraði og sambandsaðilum UMFÍ. Það er líka hægt að gera án héraðs.

Sambandsaðilar UMFÍ styrkja sumir þátttakendur á sínu svæði að hluta eða öllu leyti. Aðrir veita þátttakendur á sínu svæði ýmsan varning til viðbótar, svo sem peysur eða boli merkta sambandsaðilanum. Þess vegna er mikilvægt að velja rétt íþróttahérað við skráningu. 

Mörg lið sem taka þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ hafa lagt mikið í nöfn á liðum og flotta búninga. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma með frumleg nöfn á íþróttavöllinn.

 

Opið er fyrir skráningu núna!

 

Allar upplýsingar um mótið á www.umfi.is

 

Unglingalandsmót UMFÍ er líka á Facebook

 

 

Nánar

Ársþing HSV fór fram í gær miðvikudaginn 24. maí á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Hjördís Þráinsdóttir setti þingið, það tuttugasta og þriðja. Kristján Kristjánsson var kosinn þingforseti og stjórnaði hann þinginu af mikilli festu og röggsemi. Þátttakendur í þinginu voru tæplega 30.

Guðmunda Ólafsdóttir úr stjórn UMFÍ ávarpaði þingið, og einnig Daníel Jakobsson sem situr í framkvæmdarstjórn ÍSÍ.

Fyrir þinginu lágu tillögur um lagabreytingar. Breytingarnar sneru að 13 gr. laga, um skipun stjórnar. Stjórn HSV lagði fram tillögu um að fækka stjórnarmeðlimum, íþróttafélagið Kubbi sendi inn breytingartillögu á sömu grein, breytingin fæli í sér að aðildarfélög sem hafi 150 eða fleiri félaga tilnefni einn úr sínum röðum til að sitja í stjórn HSV.

Stjórn HSV dró tillögu sína til baka vegna þess að framboð til stjórnar var vel mannað fyrir þing og því ekki tímabært að fækka stjórnarmeðlimum. Tillaga Kubba var einnig dregin til baka af flutningsmanni hennar af sömu ástæðu.

Samþykkt var lagabreytingartillaga á 11. grein laga sem felur í sér að kosnir verði 3 aðilar í uppstillingarnefnd til eins árs.

Á þinginu lagði stjórn HSV til að Klifurfélagi Vestfjarða yrði veitt innganga í HSV. Félagið hefur þegar skilað inn tilskildum gögnum sem 3. grein laga kveður á um. Klifurfélag Vestfjarða er áhugamannafélag, tilgangur þess er að stuðla að framgangi klifuríþrótta á Vestfjörðum og auka áhuga fólks á hvers kyns klettaklifri og grjótglímu á Vestfjörðum sem álitlegu svæði til að stunda þessa iðju.

Félagið stóð fyrir byggingu á klifuraðstöðu innandyra á Ísafirði og er ætlunin að haf þar reglubundnar æfingar, námskeið og jafnvel þjálfa unglinga til þess að geta keppt í innanhúsklifri. Innahúsklifur sem íþrótt nýtur mikilla og síaukinna vinsælda.

Ný stjórn var kosin á þinginu, úr stjórn gengu Elísa Ósk Jónsdóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir og Þóra Marý Arnórsdóttir.

Anton Helgi Guðjónsson er ný kjörinn formaður HSV, tveir voru kosnir í aðalstjórn til tveggja ára, þau Páll Janus Þórðarsson og Ingibjörg Elín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Sigurður Óli Rúnarsson, Magnús Þór Bjarnason og Eydís Rún Jónsdóttir.

Stjórn HSV er þannig skipuð:

Anton Helgi Guðjónsson – formaður

Hjördís Þráinsdóttir

Axel Sveinsson

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Páll Janus Þórðarson

Varastjórn:

Sigurður Óli Rúnarsson

Magnús Þór Bjarnason

Eydís Rún Jónsdóttir

Nánar