Tveir þátttakendur, þær Ragney Líf Stefánsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir fóru á vegum íþróttafélagsins Ívars og kepptu á  Íslandsmóti ÍF í sundi í 25 metra laug. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur og fengu þær 10 verðlaunapeninga og Ragney Líf setti 2 Íslandsmet. Ragney bætti 9 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. Einnig setti hún Íslandmet í 50 metra bringusundi og bætti metið um rúmar 2 sekúndur. Kristín vann 1 gull, 2 silfur og 1 brons

Ragney keppti í 6 greinum og vann þær allar. Hún keppti í eftirfarandi greinum.

50 skrið: 35,20    ÍSLANDSMET!
50 bak: 46,58
100 bringa: 1.53,29
100 skrið: 1.18,63
50 bringa: 48,79    ÍSLANDSMET!
200 skrið: 3.01,05

Kristín keppti í 5 greinum og fék 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Hún keppti í eftirfarandi greinum:

50 skrið: 40,73 
50 bak: 48,84
100 skrið: 1.32,09 
50 bringa: 58,48
200 skrið: 3.20,14 Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2009

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
KFÍ-ÍR keppa í 16 liða úrslitum Subway-bikarsins á Sunnudagskvöld.  Leikurinn hefst kl 19:15 og hvetjum við alla til að mæta og hvetja leikmenn KFÍ á móti úrvalsdeildarliði ÍR.  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu KFÍ www.kfi.is Nánar

Hurðaskellur, jólamót blakfélagsins Skells var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember.  Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.


Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna á heimasíðu Skells www.hsv.is/skellur

Nánar
Matthías Vilhjálmsson leikmaður Íslandsmeistara FH lagði upp flest mörk í Pepsi deildinni í sumar.  Þetta var tilkynnt á kynningarhófi bókarinn íslensk knattspyrna 2009 í höfuðstöðvum KSÍ í gær.  Matthías lagði upp 11 mörk fyrir félaga sína og skoraði auk þess 10 mörk sjálfur.  Eins og flestum er kunnugt þá er Matthías Ísfirðingur og uppalinn hjá Boltafélagi Ísafjarðar.  HSV óskar Matta til hamingju með árangurinn í sumar. Nánar