Matthías Vilhjálmsson leikmaður Íslandsmeistara FH lagði upp flest mörk í Pepsi deildinni í sumar.  Þetta var tilkynnt á kynningarhófi bókarinn íslensk knattspyrna 2009 í höfuðstöðvum KSÍ í gær.  Matthías lagði upp 11 mörk fyrir félaga sína og skoraði auk þess 10 mörk sjálfur.  Eins og flestum er kunnugt þá er Matthías Ísfirðingur og uppalinn hjá Boltafélagi Ísafjarðar.  HSV óskar Matta til hamingju með árangurinn í sumar. Nánar
Inniþríþraut á vegum íþróttahópsins Þrír-Vest og líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Dan verður haldin á Ísafirði á laugardag. Upprunalega átti þríþrautin að fara fram laugardaginn 7. nóvember en var frestað. Allir krakkar 13-18 ára hafa þátttökurétt (fæddir 1991-1996). Syntir verða 400 metrar í Sundhöll Ísafjarðar og verður gert smá hlé eftir sundið. Síðan verður haldið í Stúdíó Dan þar sem að hjólaðir verða 10 km á þrekhjólum og strax að því loknu verður farið beint á hlaupabrettið þar sem hlaupnir verða 2,5 km.
Nánar
11. flokkur KFÍ gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína í fjölliðamótinu sem haldið var í Bolungarvík um helgina.  Þetta þýðir að strákarnir eru meðal fimm bestu bestu liða landsins í dag og keppa í A-riðli í næsta fjölliðamóti.  Frábær árangur hjá strákunum.  Mikið er um að vera hjá KFÍ þessa dagana og hafa margir flokkar hjá þeim verið að keppa undanfarnar vikur.  KFÍ menn eru með flotta heimasíður og eru til fyrirmyndar í fréttaflutningi á síðunni. Þeir sem vilja fræðast um starfið hjá þeim og skoða úrslit hjá flokkunum og frekari fréttir af starfinu endilega kíkið á heimasíðu þeirra www.kfi.is
Nánar
Allur ágóði af leik KFÍ og Hattar frá Egilsstöðum í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudag mun renna óskertur til fjölskylduhjálpar Ísafjarðarkirkju. „Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka," segir Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Stjórn KFÍ ákvað í samstarfi við Landsbankann að leggja fjölskylduhjálpinni lið með þessum hætti. „Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að skella sér á leikinn og láta gott af sér leiða. Við vonumst til þess að geta fyllt húsið. Verðið verður ekki bundið við fast miðaverð heldur má fólk borga eins lítið og mikið og það vill og getur", segir Guðjón Már Þorsteinsson, meðstjórnandi og íþróttafulltrúi KFÍ.

Aðstandendur KFÍ hvetja önnur félög alls staðar af landinu að fylgja fordæmi þeirra. „Við erum ekki að fara fram á félög láti endilega ágóða af í! þróttaleikjum renna til góðgerða, en við hvetjum félög til að líta í kringum sig og athuga hvort þeir geta ekki látið gott af sér leiða, oft þarf mun minna til en maður heldur," segir Guðjón. Leikurinn fer fram á föstudagskvöld klukkan 19.15. KFÍ tekst síðan aftur á við Hött á laugardag.

Nánar
 Sundfélagið Vestri og Ísafjarðabær taka saman höndum og bjóða upp á sundkennslu fyrir almenning á Ísafirði. Tilgangurinn er að efla sundmenningu í bæjarfélaginu með því að auka almenna þátttöku í íþróttinni.

Einnig verða sundgestir hvattir til aukinnar iðkunar með því að skrá sundferðir sínar hjá starfsfólki sundhallarinnar sem mun halda utan um ferðarfjölda þátttakenda. Viðurkenningar verða veittar þegar 12km, 25km, 50km og 100km er náð.

Átakið hefst þann 3. nóvember og verður leiðsögn á þriðjudögum kl.19:00-19:40

miðvikudögum og föstudögum kl. 06:45-07:45

Þáttakendur skrái sig hjá Margréti Eyjólfsdóttur í síma 867-7745

eða í afgreiðslu Sundhallar Ísafjarðar.

Nánar