Dómaranámskeið í blaki á vegum Blaksamband Íslands í samvinnu við Blakfélagið Skell verður haldið miðvikudagskvöldið
16.september  n.k.  Námskeiðið hefst kl.18:10 í Skólagötu 10 en síðan lýkur því með verklegri æfingu og prófi til héraðsdómara í Íþróttahúsinu á Torfnesi síðar um kvöldið.

Kennari á námskeiðinu er Sævar Guðmundsson landsdómari og framkvæmdastjóri BLÍ.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Ásdísar á netfangið asdisbirna@simnet.is eða hafa samband í síma 862 6561

Nánar

Styrkir úr Íþróttasjóði


Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.
Eyðublöð má finna á http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/

Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgengi er einungis gefið á kennitölur og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.

Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja menntamálaráðuneytið undir flipanum Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir íþróttasjóð. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því skrá sig inn á umsóknavefinn.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.stjr.is.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2009.

Nánar
  

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Umsóknarfrestur er til 18. september 2009

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar

HSV mun greiða mótsgjöldin fyrir alla þátttakendur. Þátttökugjaldiðí ár er kr. 6.000 en HSV mun niðurgreiða kr. 3.000 pr. þátttakanda. Þetta þýðir að hver og einn þarf að greiða sinn hlut til HSV. Eru landsmótsfarar vinsamlegast beðnir um að millifæra kr. 3.000 inn á reikning
556-14-602395
490500-3160

Enn er opið fyrir skráningar, en í dag 27.júlí er þó síðasti dagur! Allir hvattir til að drífa sig á landsmót, frábær fjölskylduskemmtun.

Nánar
Framkvæmdarstjóri HSV verður í frí frá mánudeginum 20.júlí og til 5.ágúst.  Ef um áríðandi atriði eru að ræða þá er hægt að hafa samband við formann HSV Jón Pál Hreinsson í síma 8994311 og í tölvupósti jonpall@westfjords.is
Ef fyrirspurnig tengjast Unglingalandsmóti UMFÍ þá sér Guðni Guðnason alfarið um það og er hægt að ná í hann í síma 6605094 og í tölvupóst gudnig@vis.is . Nánar