Hérðasþing HSV var haldið í gær 28.apríl í Edinborgarhúsinu.  Var mæting góð hjá þingfulltrúum sem og gestum.  Ávörp gesta voru frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og  Helgu Guðjónsdóttur formanni UMFÍ en hún kom á þingið ásamt Sæmundi Runólfssyni framkvæmdarstjóra UMFÍ.  Þingið gekk vel fyrir sig undir traustum höndum þingforseta Gísla Úlfarssonar.  Tillögur fengu góða og sanngjarna umfjöllun í nefndum og voru nefndarstörf vel unnin.  
Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti tvö gullmerki á þinginu og voru þau veitt Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu Pálsdóttur fyrir frábært starf í þágu almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir þrjátíu ár óslitið.  Stjórn HSV óskar þeim kærlega til hamingju með gullmerkin.  Helga Guðjónsdóttir veitt tvö starfsmerki UMFÍ til þeirra Jóns Páls Hreinssonar formanni HSV og Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.  
Jón Páll var endurkjörinn formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir til næstu tveggja ára Maron Pétursson og Gylfi Gíslason.  Þrír voru kosnir í varastjórn þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ari Hólmsteinsson.  

Nýkjörin stjórn óskar aðildarfélögum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegu starfsári og vonast eftir góðu samstarfi.  Nánar

Athygli er vakinn á því að skýrsluskil eru 1.apríl. Ef einhverja spurningar eru varðandi skýrsluskilin þá hvetjum við félögin til að hafa samband við framkvæmdarstjóra HSV.

Nánar

Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn miðvikudaginn 25 mars.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;

  • Skýrslur stjórnar.
  • Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
  • Önnur mál.

Foreldrar blak-krakka undir 14 ára, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.  

Nánar

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar leikur í kvöld við Valsmenn í undanúrslitum umspils um laust sæti í úrvalsdeild. Sigri Ísfirðingar leikinn, keppa þeir annað hvort við Fjölni eða Hauka um sæti í úrvalsdeild. KFÍ skorar á alla brottflutta Vestfirðinga að mæta í Vodafonehöllina að Hlíðarenda klukkan 20 í kvöld og styðja sitt lið.

Nánar
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins

Héraðssamband Vestfirðinga skrifaði á föstudaginn undir verkefnasamning við Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða breyttan og endurskoðaðan samning frá því í haust. Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og þau skilgreind betur. Þá lækkar upphæðin úr 8 milljónum í 5,9. Einnig er gerð sú breyting að nú er meira gert úr verkefnum sem gagnast geta barna- og unglingastarfi aðildarfélaga HSV.

Nánar