Frístundamiðstöð/ungmennahús verður opnað að Skólagötu 10 á Ísafirði föstudaginn 31. október næstkomandi og gefst bæjarbúum kostur á að koma og skoða húsið milli kl. 16 og 18.

Opið verður fyrir 16 ára og eldri á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 20 og 23 fyrst um sinn, frá og með 3. nóvember.

Margvíslegt starf verður í húsinu en auk hefðbundinnar starfsemi ungmennahússins geta íþróttafélög- og önnur félög sem vinna að uppbyggilegu ungmennastarfi fengið aðstöðu í húsinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband á fristund@isafjordur.is

Varla þarf að taka það fram að húsið verður algjörlega tóbaks- og vímuefnalaust

HSV hvetur alla til að mæta á föstudaginn og skoða húsið og kynna sér mögulega starfssemi í húsinu.

Nánar

Það verður svo sannarlega körfuboltahátíð á Torfnesi um helgina. Hún hefst á föstudagskvöld þegar meistaraflokkur fær Valsmenn í heimsókn klukkan 19.15.

Á laugardag eigast svo sömu lið við í unglingaflokki 16-20 ára, sá leikur hefst klukkan 12 á hádegi. Einnig er fjölliðamót hjá 11 flokki sem eru 14-16 ára strákarnir okkar sem unnu sig upp í a-riðil á Akureyri um daginn. Þar má vafalaust sjá skemmtileg tilþrif. Þetta mót er í gangi laugardag og sunnudag.

Nánar

Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar var haldin laugardaginn 11. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Var mæting afskaplega góð eða vel á þriðja hundrað manns sem fylgdust með verðlaunaafhendingu fyrir liðið keppnistímabil auk þess sem gestir gæddu sér á ljúffengu kaffibrauði sem foreldrar í fótboltahreyfingunni buðu hverjir öðrum.

Nánar

Grunnskólamót Héraðssambands Vestfirðinga í frjálsum íþróttum verður haldið á Ísafirði kl. 13 á morgun. Mótið fer fram íþróttavallarhúsinu á Torfnesi en keppnisgreinar verða; langstökk, kúluvarp, boltakast, víðavangshlaup, 60 metra hlaup og 5X60 metra boðhlaup. Halda átti mótið á föstudag en því var frestað vegna veðurs. HSV hvetur alla sem geta að mæta og hvetja börnin áfram.

Nánar

Eins og við flest vitum þá hefur Ísafjarðarbær ákveðið að nýta megi húsnæðið að Skólagötu 10 sem Menningarhús. Húsnæðið er mjög mikilvægt fyrir okkur og eiga íþróttafélögin eftir að geta notað húsnæðið á margan hátt.  Nú vantar duglegar hendur til að koma húsinu í gott stand. og vonumst við til að íþróttafélögin hjálpi til við að koma því í gang. Verkstjóri verður í húsinu frá kl. 17 alla vikuna og frá kl. 10 á laugardag. Því betur sem þetta gengur því fyrr opnar húsið til notkunar.

Nánar