Síðastliðinn sunnudag var útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar ásamt því að veitt var sérstök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.

Það var Kristín Þorsteinsdóttir sundkona hjá íþróttafélaginu Ívari sem var útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2016. Er það fjórða árið í röð sem Kristín hlýtur þennan titil. Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefnd Auður Líf Benediktsdóttir frá blakdeild Vestra. Aðstandendurm Körfuboltabúða Vestra var svo veitt sértök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.

Kristín æfir sund hjá Ívari, íþróttafélagi fatlaðra og hefur náð afburða árangri á síðustu árum. Hún hefur verið fremsti íslenski sundmaðurinn sínum flokki undanfarin ár og er enn að bæta sinn árangur. Á erlendu mótum ársins sýnir árangurinn að hún er jafnframt ein sú besta í Evrópu og á heimsvísu. á árinu setti hún bæði Evópumet og heimsmet auk þess að vinna til fjölda verðlauna á mótum bæði erlendis og hér heima. Auk þess að vera afburða íþróttamaður, samvisku- og eljusöm er Kristín jafnframt létt í skapi og góður liðsfélagi. Með íþróttamiðað lífsmottó að leiðarljósi: "Æfingin skapar meistarann, ég get, skal og vil" er Kristín fyrirmynd og verðugur fulltrúi annara íþróttamanna.

Þeir íþróttamenn sem tilnefndir voru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Kristínar eru eftirfarandi:

Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Daniel Osafu-Badu Knattspyrnudeild Vestra

Haraldur Hannesson Knattspyrnudeild Harðar

Jens Ingvar Gíslason Handboltadeild Harðar

Nebojsa Knesevic Körfuknattleikdsdeild Vestra

Tihomir Paunovski Blakdeild Vestra

Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar

 

 

Nánar

 

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð HSV. Enn er ekki búið að klára breytingar á nýrri reglugerð sjóðsin og er því auglýst eftir umsóknum samkvæmt gamla ferlinu. Líkt og undanfarið fara umsóknir nú fram í gegnum póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu koma frá félögunum. Hverju félagi verður úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir iðkendur og forráðamenn þeirra sem hyggjast sækja um í afrekssjóðinn snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. Slóðin er www.hsv/umsokn 

Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir eru aðilar innan HSV og uppfylla þau skilyrði sem eru í 7. grein laga afreksmannasjóðsins sem sjá má hér á heimasíðu HSV.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. desember 2016.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við framkvæmdastjóra HSV; hsv@hsv.is eða í síma 8638886.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. desember 2016.

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV, www.hsv.is. Fekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886.

Nánar

Æfingar í Íþróttaskóla HSV hefjast mánudaginn 22.ágúst. Stundaskrá íþróttaskólans hefur verið birt hér á síðunni undir "Íþróttaskóli" og vonandi finna börnin í 1.-4.bekk eitthvað við sitt hæfi. Við í HSV hlökkum til samstarfsins í vetur og vonumst til að sjá sem flest börn á þessum aldri á æfngum hjá okkur eins og undanfarna vetur. 

 

Nánar

Á ársþingi HSV í maí voru fimm einstaklingar sæmdir gull og silfurmerkjum HSV fyrir ötult starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Silfurmerki hlaut Sóphus Magnússon en hann hefur um langt skeið keyrt íþróttafólk í keppnis- og æfingaferðir á vegum aðildarfélaga HSV. Hann er nú að selja rútur sínar og hverfa til annara starfa og þótti stjórn HSV rétt við þau tímamót að þakka Sophusi fyrir hans elju og alúð gangvart okkar íþróttaiðkendum á faraldsfæti. Ef þú googlar Sóphus færðu að vita að hann er Strandamaður, vill hvergi búa annarsstaðar en fyrir vestan og hann borðar skrítinn mat. Þar kemur hinsvegar hvergi fram að í ferðum hans með íþróttakrakka heldur hann uppi stemmingu tímunum saman með sögum af fólki og fyrirbærum svo farþegar á öllum aldri hafa gaman af. Það kemur heldur ekki fram að með mýkt og lagni fær hann krakkana til að nota ruslapokana í bílnum, spenna beltin og sitja kyrr í sætum. Hvergi kemur heldur fram að hann sýnir ávalt einstaka þjónustulipurð og telur ekki eftir sér að skutlast hingað eða þangað ef þörf reynir nú eða líta eftir krakkahóp ef þannig ber við. Fyrir svo utan að hann kom alltaf með lægstu verðin. Eru Sophusi hér með færðar innilegar þakkir fyrir hans alúð við okkar iðkendur og vel unnin störf.

Einnig hlutu silfurmerki skotíþróttamennirnir Guðmundur Valdimarsson og Valur Richter.

Guðmundur Valdimarsson hefur verið formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðar um langa hríð. Undir hans stjórn hefur félagið starfað skipulega og af krafti. Nýverið tók félagið í notkun nýja inniaðstöðu sem væntanlega eflir og styrkir starfið enn frekar.

Valur Richter á að baki marga tímana fyrir skotíþróttafélagið. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir starfinu og þá ekki hvað síst allri þeirri vinnu sem liggur að baki í nýju húsnæði félagsins í stúkunni á Torfnesi.

Það verður gaman að fylgjast með hvernig þeir og þeirra félag eykur starf sitt með bættri aðstöðu. Nú þegar er komin bogfimideild og vonir standa til um að auka unglingastarf að auki. En þeir eru ekki einungis vinnumenn, þeir eru einnig keppnismenn og sem sótt hafa marga titla um árabil fyrir sitt félag. Íþróttastarf gengi seint upp ef ekki væri fyrir menn eins og Gumma og Val sem leggja mikið af mörkum fyrir sitt félag.

Gullmerki HSV fengu tveir einstaklingar sem hafa lengi unnið mikilvægt starf fyrir íþróttahreyfinguna á Ísafirði.

Annarsvegar Jens Kristmannson sem á langan lista af störfum fyrir íþróttastarf hér í bæ. Han hefur verið iðkandi, þjálfari, fararstjóri, dómari, stjórnarmaður, formaður. Staðið á línunni á leikjum, upp í fjalli á skíðamótum, aldrei á skíðum samt. Hann hefur einnig starfað á landsvísu setið meðal annars í stjórn ÍSÍ. Fyrir þetta starfs sitt hefur ÍSÍ sæmt hann heiðurskrossi ÍSÍ og kjörið hann heiðursfélaga ÍSÍ. Jens er Harðverji fram í fingurgóma og hefur unnið mikið og gott starf til að varðveita merka sögu þess gamla félags og afhent það skjalasafni Ísafjarðar til varðveislu. Harðverjinn Jens taldi það samt ekki eftir sér að aðstoða hina Nýju Vestramenn við undirbúningsvinnu að stofnun þess félags og aðstoðaði í hvert sinn er leitað var í hans reynslubanka. Kærar þakkir Jenni fyrir þitt góða og mikla starf, það verður seint fullþakkað.

 Hinn gullmerkjahafinn er Tryggvi Sigtryggsson sem hefur starfað að íþrótta- og æskulýðsmálum frá unga aldri. Hann hefur lagt stund á ýmsar greinar íþrótta til keppni, fótbolta um árabil og síðan einnig badminton og golf. Til heilsubótar og ánægju er svo skíðin og hlaup og gönguferðir. Tryggvi hefur þó ekki bara lagt stund á íþróttir sér til ánægju. Hann hefur frá unga aldri lagt sitt af mörkum í félagsstarfið sem fylgir íþróttafélögum og íþróttastarfi og hefur unnið að framgangi íþróttamála á löngum ferli. Hefur hann meðal annars verið í stjórn og eða formaður gamla Vestra, knattspyrnuráðs Ísafjarðar, ÍBÍ, Golfkúbbi Ísafjarðar þar sem hann hætti á síðasta ári sem formaður eftir langa og farsæla setu. Einnig hefur Tryggvi setið í nefndum Ísafjarðarbæjar sem sinna íþrótta og æskulýðsmálum. Tryggvi hefur því lagt mikla vinnu að baki fyrir íþróttahreyfinguna hér í bæ og fyrir það þökkum við af heilum hug.

HSVóskar þessum heiðursmönnum til hamingju og  þakkar þeim öllum fyrir vel unnin störf.

Nánar