Komi ofbeldismál upp innan íþróttafélags verða stjórnendur að senda það af heimavelli í hendur sérfræðinga.  

 
Af gefnu tilefni vill UMFÍ benda á leiðir sem unnt er að nýta þegar upp koma vísbendingar um ofbeldisverk eða aðra óæskilega hegðun inna íþrótta- og æskulýðsstarfs af hvaða tagi sem það er. Mikilvægt er að öll ofbeldismál eða vitneskja um málin verði tekin af heimavelli þeirra og unnin af fagfólki. Hvert íþróttafélag eða deild innan íþróttafélaga á ekki að vinna í því í sínu horni. Það er öllum fyrir bestu.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vettvangurinn var formlega stofnaður árið 2012.

Hægt er að tilkynna um ofbeldi og óæskilega hegðun til Æskulýðsvettvangsins. Hann býður jafnframt aðildarfélögum og öllum þeim sem þess óska upp á ýmis konar fræðslu auk netnámskeiðsins Barnavernd, en því er ætlað að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land um einelti, ofbeldi og áreitni og hvaða formi sem ofbeldið birtist.

Nánar um námskeiðið Barnavernd

 

Samskiptaráðgjafinn

Samskiptaráðgjafi í íþrótta- og æskulýðsstarfi tók til starfa árið 2019.

Starf samskiptaráðgjafa nær til allrar skipulagðrar starfsemi eða starfsemi í tengslum við hana á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga.

 

Mikilvægar vefsíður og tenglar

Æskulíðsvettvangurinn

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

 

UMFÍ áréttar jafnframt að íþrótta- og æskulýðsfélögum er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota, auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Reglurnar ná jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða á vegum íþróttafélaga sem hafa umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri.

 

Siðareglur HSV

Siðareglur HSV má finna hér, og er mikilvægt að okkar aðildarfélög séu meðvituð um þær.

Viðbragðsáætlun HSV má lesa hér 

Hlutverk siðareglna er að veita þeim sem koma að íþróttum almennar leiðbeiningar og vera þeim hvatning. Þær eru hluti af þeim anda sem á að vera ríkjandi í félaginu og þurfa að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna. Þær eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna.

Nánar

Íþróttaskóli HSV auglýsir eftir þjálfurum fyrir komandi vetur, þá sérstaklega sundþjálfurum.

Áhugasamir hafið samband við Heiðar Birnir yfirþjálfara íþróttaskóla HSV í síma 856-0300 eða á ithrottaskoli@hsv.is

Nánar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa HSV lokuð til þriðjudagsins 3. ágúst

Öllum póstum verður svarað þegar skrifstofa opnar aftur.

 

Nánar

Dagný Finnbjörnsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra HSV.

Dagný útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði 2008, öðlaðist meistararéttindi í snyrtifræðum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2012 og lauk B.Ed. gráðu í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 2020. 

Dagný hefur starfað sem umsjónarmaður yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra og sem körfuknattleiksþjálfari frá árinu 2017.  Frá árinu 2015 hefur hún verið annar eigandi fataverslunarinnar Jón og Gunna ehf og hefur þaðan umtalsverða reynslu af rekstri. Þá rak hún einnig fyrirtæki á eigin vegum á árunum 2010 til 2016.  Frá 2020 hefur Dagný svo gengt starfi umsjónarkennara/ leiðbeinanda við Grunnskóla Bolungarvíkur.   Dagný hefur formlega störf 1.ágúst n.k.

HSV býður Dagnýju velkomna til starfa.

 

Nánar

Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.
Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Um er að ræða 75-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst n.k eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:
▪ Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð
▪ Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV
▪ Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið
▪ Samskipti við aðildarfélög HSV
▪ Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd
▪ Samskipti við stjórn HSV


Hæfnikröfur:
▪ Háskólamenntun sem nýtist í starfi
▪ Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
▪ Þekking á íþróttahreyfingunni og ástríða fyrir íþróttum
▪ Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
▪ Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
▪ Reynsla af rekstri
▪ Jákvæðni og rík þjónustulund
▪ Góð almenn tölvukunnátta ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður
Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:
▪ Ferilskrá og kynningarbréf
▪ Afrit af prófskírteinum
▪ Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið formadur@hsv.is
eða bréfleiðis á skrifstofu HSV:
Héraðssamband Vestfirðinga
Suðurgötu 12
400 Ísafjörður


Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021

Nánari upplýsingar veitir:
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV s. 697-7867 / formadur@hsv.is


Við hvetjum alla áhugasama óháð kyni til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánar