Í tilefni af landsmóti 50+ sem haldið verður á Ísafirði í júní verður stutt kynning á keppnisgreininni Ringo í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 20.00 í kvöld. Flemming Jessen kemur og leiðbeinir.
Ringó líkist blaki. Þó eru ekki notaðir boltar heldur hringir sem er kastað yfir net og gripnir af mótherjum. Þessa íþrótt geta flestir stundað.
Ringó er tiltölulega ný grein hér á landi. Hún mun vera upprunnin í Póllandi en nýtur nú vaxandi vinsælda á Norðurlöndunum.
Hvetjum við áhugasama til að kíkja í íþróttahúsið á fimmtudagskvöldið, ekki síst áhugasama keppendur á landsmóti 50+

Nánar

Á öðrum degi Hreyfiviku viljum við vekja athygli á eftrifarandi viðburði:

 

Kl. 18.30 Sjósund með sjósundfélaginu Bleikjunum. Synt af stað frá aðstöðu Sæfara í Neðstakaupstað.

 

Nú er tækifærið fyrir alla þá sem ætluðu í fyrra en komu ekki. Endilega skellið ykkur með.

 

 

Nánar

Fyrsti viðburður í Hreyfivikunni á Ísafirði er ganga upp í Hvilft á mánudagsmorgni kl. 6. Safnast saman á bílastæðinu neðan Hvilftar kl. 6. Góð leið til að byrja vinnuvikuna.

Nánar

Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í gangi. HSV og Ísafjarðarbær taka að venju þátt. Frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar, farið er í gönguferðir og fjallgöngur, sjósund, kajak, jóga og ýmislegt fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt og auka hreyfingu nú í byrjun sumars. 

Dagskrá:

 Mánudagur 23. maí

Kl. 06.00 Gönguferð upp í Naustahvilft á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Lagt af stað kl. 6 frá bílaplani neðan Hvilftar.

Kl. 12.00 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.00 Göngutúr frá Ísafjarðarkirkju á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Létt og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl. 19.30- 21.00 Á vegum Sunddeildar Vestra mun Páll Janus Þórðarson íþóttafræðingur og sundþjálfari vera í Sundhöll Ísafjarðar ogveita ráðleggingar og punkta varðandi sund.

 Þriðjudaginn 24. maí

Kl. 16.30 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.30 Sjósund með sjósundfélaginu Bleikjunum. Synt af stað frá aðstöðu Sæfara í Neðstakaupstað.

 Miðvikudaginn 25. maí

Kl. 18:00-19:00 Útijóga í Blómagarðinum á Austurvelli. Gunnhildur Gestsdóttir býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi.

Kl. 19.30- 21.00 Á vegum Sunddeildar Vestra mun Páll Janus Þórðarson íþóttafræðingur og sundþjálfari vera í Sundhöll Ísafjarðar og veita ráðleggingar og punkta varðandi sund.

Fimmtudaginn 26. maí

Kl. 16.30 Jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í Sindragötu 7, efri hæð.

Kl. 18.00 Göngutúr frá Brúó á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga.

Létt og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl.20.00 - 21.30 kynning á Ringo í íþróttahúsinu á Torfnesi. Ringo er keppnisgrein á landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður á Ísafirði 10.-12. júní. Kjörið tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu grein sem hentar fólki á öllum aldri.

Laugardagur 28. maí

Kl. 9.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl 10.00 Sauradalur-Arnardalur. Gönguferð á vegum Ferðafélags Ísfirðinga. Brottför kl 10 úr Súðavík. Erfiðleikastuðull er 2 skór, vegalengd er um 10 km og tekur  5-6 klukkustundir. Fararstjóri er Anna Lind Ragnarsdóttir. Sjá nánar: https://www.facebook.com/groups/317246047708/

Sunnudagur 29. maí

Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

 

Alla daga vikunnar:

Stúdíó Dan býður frítt í líkamsrækt frá kl. 5:45 til 16.00 alla daga hHreyfivikunnar á meðan húsrúm leyfir og starfsfólk annar.

 Sjúkraþjálfun Vestfjarða býður ókeypis kynningartíma í líkamsrækt.

 Frír aðgangur í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar

 Íþróttaskóli HSV býður foreldra sérstaklega velkomna með á æfingar þessa vikuna. Æfingarnar eru á sparkvellinum við Grunnskólann, í sundhöllinni og á gervigrasinu á Torfnesi.

Nánar

16. ársþing HSV verður haldið miðvikudaginn 18. maí kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Send hafa verið fundarboð til aðildarfélaga sambandsins.

Nánar