viðburðir hreyfiviku í dag þriðjudag er jóga kl. 16.30 og léttur göngutúr við allra hæfi. Hvorutveggja holl hreyfing í góðum félagsskap.

Þriðjudaginn 30. maí
Kl. 16.30 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Sindragötu 7, efri hæð.
Kl. 18.00 Göngutúr frá Ísafjarðarkirkju á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Létt
og skemmtileg ganga í góðum félagsskap. Sjá nánar:
https://www.facebook.com/groups/846057662130621/

Nánar

Næstu viðburðir Hreyfiviku eru hádegisjóga Ísafjarðar-jóga og prufutími hjá Riddurum Rósu:

Kl. 12.00 Jóga með Jóga-Ísafjörður í Mávagarði
Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum
sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Nánar

Hreyfivikan 2017 er byrjuð. Dagskráin er fjölbreytt að venju og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Viðburður er morgunganga upp í Hvilft og síðan tekur hvað við af öðru.

Nánar

Frá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í í samstarfi við HSV og Ísafjarðarbæ. Fyrsti viðburður hreyfiviku 2017 verður líkt og fyrri ár gönguferð upp í Naustahvilft kl. 6 að morgni mánudags á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Safnast verður saman við bílastæðið neðan Hvilftar og gengið upp í rólegheitum. Veðurspá mánudagsmorguns hljóðar upp á hæga austlæga átt og 7-10 gráðu hita.

Nánar

Héraðsþing HSV verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 23. maí kl. 17. Líkt og í fyrra er stefnt að pappírslausu þingi og verður hægt að nálgast tillögur og annað sem fyrir þingi liggur í flipa; ársþing, hér ofar og til hægri á síðunni.

Fundarboð með tillögum og kjörbréfum hafa verið send til aðildarfélaga

Nánar