Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta

Umsóknarfrestur er til og með 25. október

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/styrktarsjodur_thjalfara_hsv/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 865-7161

Nánar

Frétt af heimasíðu Vestra KSÍ C1 þjálfaranámskeið

 

Dagana 16.-18. september 2022 verður KSÍ C1 þjálfaranámskeið kennt hér á Ísafirði. 

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama og engin skilyrði fyrir þekkingu eða reynslu í knattspyrnuþjálfun.

Námskeiðsgjald er 21.000kr,-

Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig og vera með okkur í þessu. Aldurstakmark á námskeiðið miðast við að þátttakendur séu fæddir árið 2007 og fyrr.

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

 

Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðinu. Styrktarbeiðnir má senda á margeir@vestri.is.

Nánar

Mánudaginn 5. september byrjum við

Drengir í 7.-10. bekk æfa á mánudögum frá 14:50-15:40.

Stúlkur í 7.-10. bekk æfa á fimmtudögum frá 14:50-15:40.

Æfingar fara fram í Stöðinni Heilsurækt, Sindragötu 2.

Skráning inn á www.hsv.is og þar er valið; skráning iðkenda

Endilega hafið samband við mig í síma 865-7161 eða sendið mér tölvupóst á hsv@hsv.is fyrir frekar upplýsingar eða aðstoð við skráningu. 

Mike Reinold mun þjálfa og hefur hann góða reynslu þegar kemur að styrktar og þolþjálfun íþróttafólks. Hann hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri og hefur því góða þekkingu þegar kemur að því að draga úr hættu á meiðslum og einnig til að bæta íþróttaárangur. Meðal íþróttagreina sem hann hefur verið að þjálfa fyrir eru blak, fótbolti, sund, körfubolti, íshokkí, golf og tennis. Mike er með B.S. gráðu í æfinga- og hreyfifræði og Masters gráðu í heilsu- og velferðarfræðum.

Nánar
1 af 2

Íþróttaskólinn fyrir börn í 1.-4. bekk hefst 23. ágúst nk.

Skráningar fara fram í Sportabler 

Um er að ræða grunnþjálfun, boltaskóla og sund.

Allar æfingar í grunnþjálfun og sundi fara fram á Austurvegi.  Boltaskóli fyrir 1.-2. bekk fer sömuleiðis fram á Austurvegi. Boltaskóli fyrir 3.-4. bekk fer fram á Torfnesi.

Börnin geta valið allar greinarnar og eða einstaka grein.

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið ithrottaskoli@hsv.is og svo er einnig hægt að hafa samband í síma 856-0300.

Yfirþjálfari íþróttaskólans er Heiðar Birnir Torleifsson.

 

 

HSV sport school for all kids in 3.-4th grade starts 23th august.

All registrations take place in Sportabler

In HSV sport school the children trainings include basic training, ball sports and swimming.

All basic training and swim sessions take place in Austurvegur(sporthall and swimming pool).  Ball sports for 1-2th grade take as well place in Austurvegur.  Ball sports for 3.-4th grade take place in Torfnes.

For more information you can contact us via e-mail ithrottaskoli@hsv.is or phone 856-0300.

Head coach of HSV sport school is Heiðar Birnir Torleifsson

Nánar

Íþrótta og leikjanámskeið HSV hefst 08. júní nk.  

Námskeiðin verða fjögur talsins og eru fyrir öll börn fædd 2012-2015.

Skráning og greiðsla fer fram á þessum vef Sportabler | Vefverslun

Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:

               8.-10. júní → Verð 3000 krónur (3 dagar).

               13.-16. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).

               20.-25. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).

               27.- 01. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).

Skráning og greiðsla fer fram hér Sportabler | Vefverslun Skrá þarf iðkendur á þær vikur sem taka á þátt í. Dagskrá hverrar viku er mismunandi.

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hefur Heiðar Birnir yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.

Leikjanámskeiðin verða með sama sniði og á síðasta ári. Um er að ræða hefðbundið námskeið fyrir börn f. 2014-2015. Farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir börnin f. 2014-2015 er við Íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar.

Fyrir börn f. 2012-2013 verður önnur dagskrá. Í fyrstu vikunni verða sundæfingar og almennar íþróttaæfingar.  Í viku tvö verður golfnámskeið og fer það fram á svæði Golfklúbbs Ísafjarðar í Tunguskógi. Í viku þrjú verður almennt námskeið og í viku fjögur verður hjólreiðarnámskeið. Mæting er fyrir börnin f. 2012-2013 við íþróttahúsið á Torfnesi allar vikurnar fyrir utan viku tvö(golfnámskeiðið).  Þá verður mæting við golfskálann í Tunguskógi.

Þjálfararnir sem koma að námskeiðunum eru Árni Heiðar Ívarsson, Sigþór Snorrason ásamt Heiðari Birni yfirþjálfara íþróttaskóla HSV.  Um sundæfingarnar fyrir börn f. 2012-2013 sér Páll Janus Þórðarson og um golfæfingarnar fyrir sama aldursflokk sjá þjálfarar frá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Einnig vinna á námskeiðinu starfsmenn úr vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.

Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman(ath ekkert sem inniheldur).

Rétt er að taka fram að öll börn eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið HSV, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Heiðar Birnir á netfanginu ithrottaskoli@hsv.is

Nánar