Hópurinn á toppi Kaldbaks með póstkassann góða
Hópurinn á toppi Kaldbaks með póstkassann góða
1 af 3
HSV og Ferðafélag Ísfirðinga gengu í gær sunnudaginn 20.júní upp á Kaldbak við Dýrafjörð.  Tilgangi göngunnar fyrir utan þess að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ "fjölskyldan á fjallið".  Farið var af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi kl 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnarfirði þar sem ganga hófst.  Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á toppi fjallsins.  Vegna þokunnar var útsýni á toppi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert.  Fjórtán manns kláruðu gönguna á toppinn en fjallið er 998 m hátt.  Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverkið.  Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og verður þá reynt að velja flott og bjart veður.

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland.  Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt.  Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið.  Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið.  Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir.  Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .

Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).  Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda og ef einhverjir hafa áhuga á því að ganga þangað upp eru þau beðin um að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra HSV.

Nánar
Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland.  Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt.  Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið.  Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið.  Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir.  Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .

HSV og Ferðafélag Ísfirðinga ætla á sunnudaginn 20.júní að taka höndum saman og fara í göngu á Kaldbak við Dýrafjörð eitt af tveimur fjöllum sem eru á svæði HSV í fjölskyldan á fjallið.  Hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).  Í ferðinni verður gengið með póstkassa upp á Kaldbak þar sem fólk getur ritað nafn sitt í sumar og tekið þátt í fjölskyldan á fjallið leiknum.  Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda.

Hisst verður við íþróttahúsið Torfnesi kl 11:00 sunnudaginn 20.júní og þar verður sameinað í bíla.  Keyrt verður yfir í Arnarfjörð og keyrt inn Fossdal.  Gert er ráð fyrir að ganga af stað úr Fossdal kl 13:00.

HSV og Ferðafélag Ísfirðinga hvetur alla sem hafa áhuga á að mæta og taka þátt í göngunni.
Nánar

Sumarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 28. júní nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.


Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa.                

Skráning er til 25. júní á namskeid@isi.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 514-4000.  Þátttökugjald er kr. 24.000.-

Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Auglýst er fyrir umsóknir fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2010.

Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.


  7.gr

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

 

 

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

Umsóknarfrestur er til  13. júní 2010

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson  í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar
Grunnskólinn á Ísafirði hélt í gær mánudaginn 31.maí grunnskólamót í frjálsum íþróttum.  Keppendur voru úr 5-10.bekk grunnskólans.  Fjölmargir krakkar tóku þátt í keppninni.  Keppt var í fjórum greinum langstökki, 100m hlaupi, víðavangshlaupi og kúluvarpi.  Veittar voru viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu keppenduna.  Gaman var að sjá hvað krakkarnir höfðu gaman af og allir skemmtu sér konunglega. 
Fyrir þá krakka sem hafa áhuga á því að æfa frjálsar íþróttir í sumar þá eru æfingar fyrir 10-13 ára á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kr 12:00-13:00 og fyrir 14 ára og eldri kl 18:30 sömu daga.  Þjálfari er Jón Oddsson. Nánar