Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn miðvikudaginn 25 mars.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;

  • Skýrslur stjórnar.
  • Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
  • Önnur mál.

Foreldrar blak-krakka undir 14 ára, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.  

Nánar

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar leikur í kvöld við Valsmenn í undanúrslitum umspils um laust sæti í úrvalsdeild. Sigri Ísfirðingar leikinn, keppa þeir annað hvort við Fjölni eða Hauka um sæti í úrvalsdeild. KFÍ skorar á alla brottflutta Vestfirðinga að mæta í Vodafonehöllina að Hlíðarenda klukkan 20 í kvöld og styðja sitt lið.

Nánar
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins

Héraðssamband Vestfirðinga skrifaði á föstudaginn undir verkefnasamning við Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða breyttan og endurskoðaðan samning frá því í haust. Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og þau skilgreind betur. Þá lækkar upphæðin úr 8 milljónum í 5,9. Einnig er gerð sú breyting að nú er meira gert úr verkefnum sem gagnast geta barna- og unglingastarfi aðildarfélaga HSV.

Nánar

Ákveðið var á aðalfundinum að bjóða nýja félaga velkomna með myndarlegum afslætti á félagsgjöldum.

Tuttugu ára og eldri borgi einungis hálft gjald, 2000 kr. fyrsta árið í félaginu.

15-20 ára borga einungis 1000 kr. á ári, og fá 50% afslátt á æfingagjaldi á leirdúfuvelli.

Þess ber að geta að unglingar á aldrinum 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi forráðamanna til að ganga í félagið og til þátttöku á æfingum. Æfingar fara fram undir eftirliti viðurkennds leiðbeinanda.

Félagið skaffar tvíhleypta haglabyssu og .22 cal riffil til æfinga, svo að það eina sem þarf, er áhugi og vilji til að vera með.....

Upplýsingar og skráning í félagið er hjá Gumma í síma 8614694, eða Kidda í síma 8981050.

Nánar

KFÍ spilar mjög mikilvægan leik í kvöld við Hauka.  Með sigri í stíga strákarnir stórt skref í átt að úrslitakeppninni. Við hvetjum alla til að mæta í kvöld og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst kl 19:15.
Fyrirhugað er að halda Ásgeirsmótið í svigi um helgina. Það er þó þeim skilyrðum háð að veðrið verði í lagi. Frekari upplýsingar er á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir kynningunni "Beisli án méla". Frekari upplýsingar um þetta er á heimsíðu Storms http://stormur.123.is .

Ef einhver er með upplýsingar um frekari mót eða viðburði um helgina vinsamlegast látið vita á hsv@hsv.is .

Nánar