Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Heiðar Birnir Torleifsson við sem nýr yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.  Heiðar hefur mikla og víðtæka reynslu úr þjálfun og stjórnun.  Hann lauk við UEFA-A gráðu árið 2006 ásamt því að hafa starfað sem yfirþjálfar í knattspyrnu hjá Keflavík, Þrótt, KR, Breiðablik og Coerver Coaching.

Heiðar hefur starfað sem þjálfari í íþróttaskóla HSV frá því í janúar 2020 ásamt því að starfa sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Vestra

HSV býður Heiðar hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins. 

Nánar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa HSV lokuð til mánudagsins 20.júlí.

Öllum póstum verður svarað þegar skrifstofa opnar aftur.

Nánar

18. júní síðastliðinn var ársþing HSV haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Þingforseti var Jens Kristmannsson sem stýrði þinginu með mikilli prýði.  Alls mættu 25 fulltrúar af 51 boðuðum.  Allar 6 tillögurnar sem lágu fyrir þinginu voru samþykktar, þar með talin fjárhagsáætlun HSV. Ásgerður Þorleifsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Baldur Ingi Jónasson og Margrét Björk Arnardóttir voru kosin í stjórn til tveggja ára.  Karl Kristján Ásgeirsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn HSV en hann hefur sið sem gjaldkeri síðan 2016.  HSV þakkar Karli innilega fyrir hans framlag til sambandsins í gegnum árin. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  

Stjórn er þannig skipuð: Ásgerður Þorleifsdóttir formaður, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Heimir Hansson, Margrét Arnardóttir og Baldur Ingi Jónasson.
Varastjórn: Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, Dagný Finnbjörnsdóttir og Helga Björt Möller.

 

Þinggerð má finna á heimasíðu HSV undir ársþing.

 

Nánar

Þann 12.júní síðastliðin voru niðurstöður í ánægjuvog ÍSÍ og UMFÍ kynntar.  Það var Margrét Lilja Guðmundsdóttir sem að kynnti niðurstöðurnar.

Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar kemur m.a. fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfir með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna.

Margrét Lilja segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti íþróttastarfsins. Bæði í þágu lýðheilsu og sem forvarnargildi.

Alls voru 51 einstaklingur sem að tóku þátt í könnuninni hjá HSV, 28 strákar (48%) og 31 stelpa (52%) úr 8,9 og 10 bekk í grunnskóla.

 

Dæmi um niðurstöður:

88% hafa gaman af æfingum.

87 % eru ánægð með sitt íþróttafélag

40% unglinga sem æfa ekki hafa orðið ölvaðir 1x eða oftar um ævina samanborið við 6% þeirra sem æfa.

0% unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi reykja daglega samanborið við 2% þeirra sem æfa.

 

Hægt er að skoða niðurstöður úr þessari könnun nánar undir stefnur og áætlanir á heimasíðu HSV

Nánar
Nánar