Nýlega var úthlutað úr Afrekssjóði HSV. Alls bárust 13 umsóknir frá þremur félögum og var úthlutað styrkjum samtals að upphæð 1.120.000 krónum.

Þeir sem hlutu styrk voru:

Íþróttafélagið Ívar: Kristín Þorsteinsdóttir

Blakdeild Vestra: Auður Líf Benediktsdóttir, Birkir Eydal, Gísli Steinn Njálsson, Hafsteinn Sigurðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Kjartan Óli Sigurðsson.

Skíðafélag Ísfirðinga: Albert Jónsson, Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Hannesson, Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

Allir styrkþegarnir hafa verið valdir í landslið eða eru í undirbúning fyrir landsliðsferðir. Fjöldi styrkumsókna sýnir hve gott starf er unnið í barna og unglingastarfi hjá aðildarfélögum HSV og hefur fjöldi þeirra iðkenda sem valin eru til verkefna hjá sínum sérsamböndum aukist ár frá ári.

 

Nánar

Hreyfing og heilsa

 

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða þessa vikuna verður sjónum beint að samhengi hreyfingar og heilsu. Hannes Hrafnkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun fjalla um fylgni lífsstíls við ýmsa sjúkdóma nútímans og fer hann yfir helstu rannsóknir sem tengjast sjúkdómum og hreyfingu.

Á síðustu áratugum hefur komið æ betur í ljós að lífsstíll hefur verulega fylgni við marga af helstu sjúkdómum sem vestrænar þjóðir glíma við. Fjölbreytilegar rannsóknir hafa í áranna rás verið gerðar á tengslum sjúkdóma og hreyfingar og mun Hannes í erindi sínu fara yfir helstu rannsóknir á því sviði ásamt því að fjalla um ráðlagða hreyfingu og áhrif hreyfingar á ýmsa sjúkdóma og lífslengd.

Hannes Hrafnkelsson er búsettur í Reykjavík og starfar sem heimilislæknir við Heilsugæsluna á Seltjarnarnesi. Hann fluttist til Ísafjarðar ungur að aldri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Að því loknu lá leiðin í læknisfræði við Háskóla Íslands og síðar í sérfræðinám í heimilislækningum, m.a. í Noregi. Hannes varði síðan doktorsritgerð sína í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Ritgerðin fjallar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og tengsl líkamsbyggingar við bein hjá 7-9 ára börnum.

Vísindaportið stendur frá 12.10-13.00 og er öllum opið.

Nánar

Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999.  Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum

http://www.isi.is/fraedsla/baeklingar/

 

eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.

Nánar

 

Mánudaginn 6. febrúar fer af stað frístundastrætó sem keyrir frá Ísafirði til Bolungarvíkur með stoppi í Hnífsdal og sömu leið til baka. Foreldrar og íþróttahreyfingin hafa lengi kallað eftir þessari þjónustu. Þetta er tilraunaverkefni fram á vor og verður nýting vonandi góð og leiðir af sér aukna þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi og samstarf íþróttafélaga þessara tveggja sveitarfélaga. Vagninn mun ganga frá 14-18:30 mánudaga-fimmtudaga og 13-17:30 á föstudögum. 


Vagninn gengur:
Pollgata á Ísafirði - Íþróttahúsið Torfnesi - Hnífsdalur - Íþróttahúsið í
Bolungarvík - Hnífsdalur - Íþróttahúsið Torfnesi - Pollgata.

Mánudaga - Fimmtudaga

Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 14:00                   kl. 14:30
kl. 15:00                   kl. 15:30
kl. 16:00                   kl. 16:30
kl. 17:00                   kl. 17:30
kl. 18:00                   kl. 18:30

Föstudaga

Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 13:00                   kl. 13:30
kl. 14:00                   kl. 14:30
kl. 15:00                   kl. 15:30
kl. 16:00                   kl. 16:30
kl. 17:00                   kl. 17:30

 

Nánar

Albert Jónsson gönguskíðamaður hefur verið vailinn til keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í Lahti í Finnlandi og stendur yfir frá 22.feb til 5.mars. Er þetta í sjönda skipti sem Lahti mun halda HM í norrænum greinum. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson. Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22.feb ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hópurinn mun dvelja í HM þorpinu frá 20.feb til 2.mars. Hér að neðan má sjá keppnisplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.

Heimasíða mótsins er http://www.lahti2017.fi/en

 

 

 

Nánar