Landsmót UMFÍ50+ var haldið hér á Ísafirði um síðustu helgi. Mótið heppnaðist mjög vel og er óhætt að segja að HSV og aðrir aðstandendur mótsins séu í sjöunda himni með hvernig til tókst. Einmuna veðurblíða var alla mótsdagana sem og í undirbúningi og frágangi. Keppni gekk allajafna mjög vel og stóðust tímasetningar næt alveg. Félagslegu hliðinni var einnig gerð góð skil og voru keppnedur mjög ánægðir með þá nýbreytni en bæði á föstudagskvöldi og laugardagskvöldi voru samkomur  í Edinborgarhúsinu þar sem fullt var útúr dyrum bæði kvöldin. 

Svona mót er ekki haldið nema með samvinnu margra aðila. Ísafjarðarbær var samstarfsaðili við mótshaldið og þakkar HSV þeim kærlega fyrir samstarfið. Ekki síst starfsmönnum áhaldahúss og starfsmönnum íþróttasvæðisins á Torfnesi en þar var unnið af dugnaði til að gera allt kárt fyrir keppendur og mótahald.

Einnig komu a mótinu fjöldi bæjarbúa sem sjálfboðaliðar við keppnishald. Sinna þarf dómgæslu, mæla lengdir, taka tíma og skrá niður. að þessum störfum komu um 100 sjálfboðaliðar sem unnu ómetanlegt starf og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Án þeirra hefði þetta aldrei gengið upp. Það er ómetanlegt að búa í samfélagi þar sem allir leggjast á árarnar og vinna í sjálfboðavinnu fyrir sitt félag og sinn bæ. Takk.

Nánar

Landsmót UMFÍ 50+ var sett í blíðskaparveðri á Silfutorgi í eftirmiðdaginn. Fjöldi fólks var komin á torgið og hlýddi á viðburi setningar. Lúðrasveit Tónlistarskólans hóf dagskránna. Síðan flutti Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjaröarbæjar flutti áhugavert , Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði átti skemmtilega innkomu og ávarp. Síðan fluttu ungir Vestfirðingar, Anna Þuríður Sigurðardóttir og Aron Guðmundsdóttir fallegt tónlistaratriði. Það var svo Haukur Valtýsson formaður UMFÍ sem setti mótið formlega og afhenti fulltrúa Ísafjarðarbæjar og HSV skjöld frá UMFÍ sem þakklætisvott fyrir framkvæmd mótsins.

Næsti dagskrárliður motsins er söguganga um Eyrina með Jónu Símoníu Bjarnadóttur frá Safnahúsinu kl. 19.30 sem endar við Edinborgarhúsið kl. 20.30 þar sem verður kaffihúsastemmning á meðan fram fer danskeppni og danssýning. Dagskrá föstudagsins lykur svo með harmonikkutónum frá Villa Valla og félögum sem leika við hvern sinn fingur að lokinni danskeppni.

Nánar

Rétt í þessu lauk keppni í bogfimi. Það voru 10 keppendur sem luku keppni og voru úrslit eftirfarandi

Konur:

1. Auður Yngvadóttir HSV

2. Guðrún Hafberg UMSK

 

Karlar:

1. Björn Halldórsson ÍBR

2 Guðmundur Valdimarsson HSV

3. Valur Richter HSV

 

Óskum við keppendum til hamingju með árangurinn.

Nánar

Landsmót UMFÍ 50+ verður sett í dag á Silfurtorgi í dag kl. 17. Lúðrasveit Tónlistarskólans byrjar að spila kl. 17.oo og formleg setningarathöfn hefst kl. 17.00 með ávörpum og tónlist.

Síðar í kvöld er svo í boði söguganga frá Gamla sjúkrahúsinu kl. 19.30-20.30, kaffi og spjall í Edinborgarhúsinu kl. 20.30, danskeppni og danssýning kl. 21.00 sem endar með harmonikkutónum.

Nánar

Keppni á landsmóti UMFÍ 50+ hófst nú klukkan 9.00 með bocciakeppni sem fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi. Alls eru 120 skráðir í boccia í 39 liðum. Boccia keppnin stendur til kl 15.00 í dag.

Í dag er einnig keppt í:

Bogfimi við skotaðstöðu á Torfnesi kl. 13.00-17.00

Sund í Sundhöll Ísafjarðar kl. 14.00-16.30

pönnukökubakstur í Grunnskólanum Ísfirði kl. 15.00-17.00

Danskeppni í Edinborg kl. 21.00

 

Mótsetning fer fram á Silfurtorgi kl. 17.00

 

HSV hvetur Ísfirðinga og nágranna til að kíkja við ogfylgjast með spennandi keppni.

Nánar