Um miðjan september komu í heimsókn til HSV starfsmenn þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Tilefnið var opnun ólympíuhlaups ÍSÍ með Grunnskólum Ísafjarðar, Bolungarvíkur, Suðureyrar og Súðavíkur. Einnig voru í för afreksíþróttamenn sem ræddu við krakkana eftir hlaup.

HSV kynnti svo fyrir gestunum starfsemi sína og var farið í tíma í íþróttaskóla HSV og Afreksformi HSV. Að lokum var sest niður og framkvæmdastjóri HSV tekinn í hlapvarpsspjall um starfsemi HSV og íþróttalíf hér á svæðinu. Hlusta má á spjallið á eftirfarandi slóð:

https://soundcloud.com/synumkarakter/2-sigridur-lara

 

Nánar

Í ljósi umræðunnar í fjölmiðlum um afleiðingar heilahristings og höfuðáverka hjá íþróttafólki er vert að benda á fræðsluefni sem er að finna á heimasíðu ÍSÍ. Þar má meðal annars finna eftirfarandi myndbönd:

https://vimeo.com/307047253

https://vimeo.com/307047228

KSÍ hefur einnig gefið út leiðbeiningar unnar af Reyni Birni Björnssyni lækni https://www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/heilahristingur/

 

Nánar
Þorsteinn Goði Einarsson og Patrycja Janina Wielgosz verðlaunahafar Ívars
Þorsteinn Goði Einarsson og Patrycja Janina Wielgosz verðlaunahafar Ívars
1 af 2

Íþróttarfélagið Ívar hélt Íslandsmót í einstaklings keppni í boccia um síðustu helgi. 150 keppendur frá 15 aðildarfélögum tóku þátt og mættu vestur ásamt aðstoðarfólki, þjálfurum og fararstjórum.

Á mótinu var keppt í 5 deildum, frá Ívari tóku 8 keppendur þátt og kepptu í 2. deild, 3. deild, 4. deild og 5. deild. Komust 3 keppendur frá Ívari í úrslit og stóðu sig vel, þau Emilía Arnþórsdóttir í 2. deild, Þorsteinn Goði Einarsson í 4. deild og Patrycja Janina Wielcozs í 5. deild.  Emilía datt út í 16 liða úrslitum en Þorsteinn Goði Einarsson hlaut silfur í 4. deild og Patrycja Janina Wielgosz hlaut silfur í 5. deild.

Ívar hefur fengið margar góðar kveðjur frá þeim félögum sem komu hingað og tóku þátt í mótinu, og þykir mótið hafa tekist í alla staði mjög vel.

Það er ekki sjálfgefið að svona mót takist svo vel og til að hjálpa okkur með að láta mótshaldð verða að veruleika fengum við aðstoð frá um 100 sjálfboðaliðum. Íþróttafélagið Ívar þakkar hér með þeim sjáfboðaliðum og styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg. 

Mótanefnd Ívars þakkar fyrir þá miklu velvild sem félagið hefur fundið í þeirra garð og þakkar ekki síst öllum sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg. Án þeirra hefði lítið félag ekki haft bolmagn til að halda mót af þessari stærðargráðu.

 

Úrslit á Íslandsmóti ÍF haldið á Ísafirði 5. og 6. október 2019.

1. deild.

 1. sæti : Guðrún Ólafsdóttir, Firði
 2. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu
 3. sæti: Vilhjálmur Jónsson, Nesi

2. deild.

 1. sæti: Sveinn Gíslason, ÍFR
 2. sæti: Lára María Ingimundardóttir, Nesi
 3. sæti: Emma Rakel Björnsdóttir, Þjóti

3.deild.

 1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik
 2. sæti: Hildur Sigurgeirsdóttir, Völsungi
 3. sæti: Héðinn jónsson, Eik

4.deild.

 1. sæti: Ari Ægisson, Nesi
 2. sæti: Þorsteinn Goði Einarsson, Ívari
 3. sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi

5.deild.

 1. sæti: Ragnar Björnsson, Firði
 2. sæti: Patrycja Janina Wielgosz, Ívari
 3. sæti: Stefán Páll Skarphéðinsson, ÍFR

BC1 til 5

 1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
 2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
 3. sæti: Aneta Beata Kacmarek, ÍFR

 

 

Nánar
Patrycja Janina Wielgosz og Þorsteinn Goði Einarsson verðlaunahafar Ívars
Patrycja Janina Wielgosz og Þorsteinn Goði Einarsson verðlaunahafar Ívars
1 af 2

Íþróttarfélagið Ívar hélt Íslandsmót í einstaklings keppni í boccia um síðustu helgi. 150 keppendur frá 15 aðildarfélögum tóku þátt og mættu vestur ásamt aðstoðarfólki, þjálfurum og fararstjórum.

Á mótinu var keppt í 5 deildum, frá Ívari tóku 8 keppendur þátt og kepptu í 2. deild, 3. deild, 4. deild og 5. deild. Komust 3 keppendur frá Ívari í úrslit og stóðu sig vel, þau Emilía Arnþórsdóttir í 2. deild, Þorsteinn Goði Einarsson í 4. deild og Patrycja Janina Wielcozs í 5. deild.  Emilía datt út í 16 liða úrslitum en Þorsteinn Goði Einarsson hlaut silfur í 4. deild og Patrycja Janina Wielgosz hlaut silfur í 5. deild.

Ívar hefur fengið margar góðar kveðjur frá þeim félögum sem komu hingað og tóku þátt í mótinu, og þykir mótið hafa tekist í alla staði mjög vel.

Það er ekki sjálfgefið að svona mót takist svo vel og til að hjálpa okkur með að láta mótshaldð verða að veruleika fengum við aðstoð frá um 100 sjálfboðaliðum. Íþróttafélagið Ívar þakkar fyrir þá miklu velvild sem félagið hefur fundið í þeirra garð og þakkar ekki síst öllum sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg. Án þeirra hefði lítið félag ekki haft bolmagn til að halda mót af þessari stærðargráðu.

 

Úrslit á Íslandsmóti ÍF haldið á Ísafirði 5. og 6. október 2019.

1. deild.

 1. sæti : Guðrún Ólafsdóttir, Firði
 2. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu
 3. sæti: Vilhjálmur Jónsson, Nesi

2. deild.

 1. sæti: Sveinn Gíslason, ÍFR
 2. sæti: Lára María Ingimundardóttir, Nesi
 3. sæti: Emma Rakel Björnsdóttir, Þjóti

3.deild.

 1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik
 2. sæti: Hildur Sigurgeirsdóttir, Völsungi
 3. sæti: Héðinn jónsson, Eik

4.deild.

 1. sæti: Ari Ægisson, Nesi
 2. sæti: Þorsteinn Goði Einarsson, Ívari
 3. sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi

5.deild.

 1. sæti: Ragnar Björnsson, Firði
 2. sæti: Patrycja Janina Wielgosz, Ívari
 3. sæti: Stefán Páll Skarphéðinsson, ÍFR

BC1 til 5

 1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR
 2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku
 3. sæti: Aneta Beata Kacmarek, ÍFR

 

 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til og með 27. október.

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/reglur_styrktarsjods_thjalfara/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886

Nánar