Við viljum vekja athygli á rafrænu málþingi ÍSÍ um rafleiki/rafíþróttir og íþróttahreyfinguna sem verður haldið á mánudaginn 3. maí

Fjallað verður um málið út frá ýmsum sjónarhornum.

Vinsamlegast skráið ykkur hér:

Vegna sóttvarnaráðstafanna verður þetta rafrænt og streymt á facebook.

Hægt að fylgjast með útsendingunni hér

 


Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, opnar málþingið
Birkir Smári Guðmundsson, lögfræðingur ÍSÍ

Lagarammi íþróttahreyfingarinnar gagnvart rafleikjum/rafíþróttum
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðamiðstöðinni

Rafíþróttir barna og unglinga
Ólafur Hrafn Steinarsson, Rafíþróttasamtökum Íslands

Rafíþróttir á Íslandi

Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur frá Háskóla Íslands

Passar ferningur í hring?
Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri á markaðssviði KSÍ

KSÍ – Okkar sýn á rafíþróttir
Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis

Uppbygging rafíþrótta innan íþróttafélags
Óttar Guðmundsson geðlæknir

Melína Kolka Guðmundsdóttir, ein af stofnendum TÍK, tölvuleikjafélag Íslenskra kvenna, varaformaður RÍSÍ

Konur og rafíþróttir

 

 

Öll erindin verða svo aðgengileg á heimasíðu ÍSÍ eftir málþingið

Nánar

Í samræmi við 7. grein laga HSV verður 21. héraðsþings HSV haldið miðvikudaginn 12. maí  Staðsetning og framkvæmd fer eftir stöðu sóttvarnarmál og verður tilkynnt þegar nær dregur.  Dagskrá og upplýsingar um tillögur sem fara fyrir þingið verður gefið út tveimur vikur fyrir þing

Stjórn HSV óskar eftir fólki til að gefa kost á sér í aðalstjórn félagsins.  Áhugasamir geta haft samband með tölvupósti í hsv@hsv.is fyrir frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á hsv.is.

Nánar

Föstudaginn 29. janúar var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarða. 

Markmið samningins er meðal annars að auka gæði íþróttastarfs í sveitarfélaginu og fjölga þátttakendum og að HSV, í samstarfi við Ísafjarðarbæ, vinni að heilsueflingu innan sveitarfélagsins. Þá er samningnum ætlað að efla samstarf innan íþróttahreyfingarinnar og á milli bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar og HSV, auk þess að tryggja öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Ísafjarðarbæ.

Samningurinn var samþykktur á fundi bæjarstjórnar ásamt viðaukum þann 5. október 2020

Nánar

Stjórn HSV hefur metið umsóknir um styrk frá Skaganum3X til að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda.  Styrkur Skagans 3X fyrir árið 2020 er kr. 1.500.000 en fyrirtækið gaf jafnháan styrk til aðildarfélaga HSV á síðasta ári. Alls fengu 7 aðildarfélgö styrk að þessu sinni, styrkupphæðir voru frá 100.000 til 250.000.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau félög og verkefni sem hlutu styrk eru:

Golfklúbbur Ísafjarðar - Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Hjólreiðadeild Vestra - Hjólanámskeið fyrir börn í 4.- 10. bekk

Körfuknattleiksdeild Vestra - Æfingabúnaður fyrir yngri flokka

Skíðafélag Ísafjarðar - Sumarskíðaskóli fyrir börn fædd 2005-2009

Blakdeild Vestra - Sumar-/haustnámskeið 

Knattspyrnudeild Vestra - Hlaupanámskeið Silju Úlfars

Hestamannafélagið Stormur - Námskeið fyrir börn og ungmenni.

 

Skaginn 3x hefur að sama skapi veit styrk til HSV fyrir árið 2021 og verður úthlutað úr þeim sjóð seinna á þessu ári.

HSV þakkar Skaganum 3x fyrir frábæran stuðning við íþróttalíf bæjarfélagsins.

Nánar

Æfingar fyrir börn fædd árin 2008-2010 hefjast aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 14. janúar og fara æfingarnar fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi alla fimmtudaga kl. 14:00-15:00. 

Markmið verkefnisins er að ná til barna sem eru í 5.-7. bekk í grunnskóla og eru ekki að stunda æfingar hjá aðildarfélögum HSV. Mesta áhersla verður lögð á grunnþjálfun eins og stöðvaþjálfun þar sem hver og einn getur tekið þátt eftir sinni getu. Auk þess verða kynntar fyrir þátttakendum hinar ýmsu einstaklingsíþróttagreinar svo sem bogfimi, golf, sund, hestamennska, hjólreiðar og glíma. Áhersla verður líka lögð á hópeflisleiki til þess að hrista hópinn saman og efla félagsleg tengsl iðkenda. Takmarkið er að börnin fái áhuga og finni ánægju af að stunda hreyfingu og íþróttir.

Hægt er að gera undantekningu á aldursskiptingu ef einhver börn finna sig ekki í Íþróttaskólanum eða Afreksformi HSV.

Umsjón með æfingum hefur Bjarki Stefánsson framkvæmdastjóri HSV.

Skráning er hafin og fer fram í Nóra.

Nánari upplýsingar á ithrottaskoli@hsv.is .

Nánar