Sem kunnugt er er helmingur unglingalandsliðsins í skíðagöngu Ísfirðingar, þau Arnór Freyr Fjölnisson, Rannveig Jónsdóttir og Silja Rán Guðmundsdóttir. Unglingalið SKÍ í skíðagöngu er þessa dagana í  Noregi. Þar munu þau keppa á tveimur mótum. Fyrra mótið laugardaginn 13. mars er í Fåvang í Guðbrandsdalnum og er svokölluð skiptiganga. Í skiptigöngu er fyrsti hlutinn með hefðbundinni aðferð og síðan er um að gera að vera snöggur að skipta yfir á skautaskíði en seinni hlutinn er með frjálsri aðferð. Seinna móti er að sunnudeginum og keppa þau þá í HalvBirken sem er stytt útgáfa á hinni stóru keppni Birkebeinerrennet. HalvBirken er 28 km og er gengið með 3,5 kg bakpoka. Mark er síðan á Birkebeinerstadion sem var mótsvæðið á Lillehammer Ólympíuleikunum. Hægt er að fylgjast með þeirri göngu á birkebeiner.no. Fararstjóri í ferðinni er Jakob Einar Jakobsson. Fréttin er tekinn af heimasíðu SFÍ www.sfi.is

Nánar

Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn mánudaginn 15. mars nk.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;

  • Skýrslur stjórnar.
  • Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
  • Tillaga að lagabreytingum
  • Önnur mál.

Foreldrar blak-krakka undir 14 ára aldri, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur að lagabreytingum er bent á að snúa sér til stjórnarmanna.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.  

Nánar
 Það er mikið líf og fjör í leiklistarlífinu á Þingeyri þessa dagana því þar er verið að æfa nýtt vestfirskt leikverk. Leikverkið tengist sögu Dýrafjarðar og má því segja að hér séu heimamenn að halda áfram að fjalla um eigin sögu en í fyrra settu þau á svið leikverkið Dragedúkken sem sló heldur betur í gegn. Leikurinn sá gerist í lok átjándu aldar og fjallar um kaupmanninn og tónskáldið Andreas Steenbach á Þingeyri. Nú er haldið enn lengra aftur í aldir því nýja leikverkið gerist í lok sextándu aldar og upphafi þeirra sautjándu. Leikurinn nefnist Eikin ættar minnar, af séra Ólafi á Söndum. Klerkurinn Ólafur Jónsson var mjög merkur maður fæddur um 1560 á Tálknafirði en varð prestur á Söndum í Dýrafirði 1596 og til æviloka. Var hann síðan kenndur við þann stað. Ólafur þjónaði á Söndum samfellt í 31 ár og andaðist þar árið 1627. Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma. Það er því við hæfi að gera þessu höfuðskáldi góð skil á heimaslóðum. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem einnig sér um tónlistarflutning. Alls taka 20 leikarar þátt í sýningunni en í heildina koma um 50 manns að sýningunni.

Eikin ættar minnar verður frumsýnt föstudaginn 12. mars kl.20 í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala hefst föstudaginn 5. mars í síma: 848 4055. Næstu sýningar á Eikin ættar minnar verða sem hér segir. 2. sýning sunnudaginn 14. mars kl.20, 3. sýning þriðjudaginn 16. mars kl.20 og 4. sýning laugardaginn 27. mars kl.20. Einnig verða tvær sýningar um páskana. Fyrri sýningin verður á Skírdag 1. apríl kl.17 og seinni sýningin daginn eftir á Föstudaginn langa kl.17. Miðasala á allar sýningarnar hefst einsog áður sagði föstudaginn 5. mars og númerið er: 848 4055.

Nánar
KFÍ tryggði sér 1.deildartitilinn með öruggum sigri á ÍA, 112-58 í gærkvöldi og eru því komnir upp í Iceland Express deildina.  Þetta er stórglæsilegur árangur hjá KFÍ.  Innilega til hamingju með árangurinn.  Þeir sem vilja vita meira um leikinn í gær geta gert það á heimasíðu KFÍ www.kfi.is .
Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum. 

Umsóknarfrestur er til 14. mars 2010

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar